top of page
Talya Freeman.jpg

Talya Freeman

Talya Freeman hefur verið Yogaiðkandi frá því hún uppgötvaði yoga við leiklistarnám árið 1992. Kennaraþjálfun hjá  Shivananda Organisation árið 2002 og dvaldi þar í 9 mánuði við Yogaiðkun og kennslu. 2006-2008 Prana Vinyasa kennaraþjálfun með Shiva Rea. Talya hefur ferðast víðsvegar um heiminn til að iðka/nema Yoga með margskonar kennurum. Talya hefur fundið sinn stað í klassískri kennslu Krishnamacharya og Desikachar son hans, og heldur áfram að nema með kennurum frá þeim. Talya hefur einstaklega hlýlegt viðmót sem Yoga kennari og nær fljótt góðu sambandi við nemendur sína. Hún hefur einnig þriggja ára þjálfun í Alexander tækni, Reiki 1 og 2, og hefur Dr. Hauschka nudd réttindi.

Tanya 2019.jpg

Tanya Svavarsdóttir

Tanya Svavarsdóttir JKFÍ-500.

Tanya er löggiltur alþjóðlegur heilsuræktar- og danskennari með yfir 30 ára reynslu. Hún rekur Heilsuskóla Tanyu í Kópavogi og er meðlimur í Delta Kappa Gamma - félag kvenna í fræðslustörfum. 

Menntun og réttindi: JKFÍ-500 jóga kennari frá Amarayoga, sem uppfyllir kröfur Jógakennarafélags Íslands;  200+  Hafyoga kennararéttindi í H.A.F. Yoga, sem uppfyllir kröfur Yoga Alliance of America; 50 tíma Yin Yoga kennara réttindi með Josh Summers, 50 tíma Yin Fascia Yoga kennara réttindi með Beta Lisboa og 20 tíma Yoga Nidra kennara réttindi með Matsyendra Saraswati.

M.A. gráða í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands (1995).

tanyadans@gmail.com

Theodóra S. Sæmundsdóttir.jpg

Theodóra S Sæmundsdóttir

Thea útskrifaðist sem jógakennari árið 2009 frá Jóga og Blómadropaskóla Kristbjargar eftir 240 tíma kennaranám í Lakhulis og Raja jóga. Einnig lauk hún Krakka-jóga kennaranámi hjá Guru Dass kaur Khalsa árið 2009. Hún býður nú upp á jóganámskeið og tíma í Mecca Spa við Nýbýlaveg í Kópavogi. Einnig verður þar boðið upp á dans og jóga fyrir börn frá 3 ára aldri. www.dansogjoga.is.

Theodóra er einnig sérfræði menntuð frá Englandi í förðun og hárkollugerð og starfaði í því fagi í um 20 ár. 16 ár starfaði hún við Þjóðleikhúsið, þar af fjögur sem yfirmaður förðunar og hárkolludeildar. Einnig starfaði hún sjálfstætt við sjónvarpsþætti, kvikmyndir, myndatökur ofl. Thea rekur ásamt Jóhanni Erni eiginmanni sínum, Danssmiðjuna, dansskóla þar sem almenningur getur lært samkvæmisdans og línudans og nú einnig jóga.

thea@dansjoga.is

Unnur Arndísardóttir.jpg

Unnur Arndísardóttir

Unnur Arndísardóttir útskrifaðist sem yogakennari frá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar í október 2010. Hún hafði á undan því stundað yoga síðan 1993.

 

Unnur, eða Úní eins og hún er kölluð, kennir yoga og hugleiðslu á Suðurlandi. Hún býður einnig uppá Gyðjuathafnir, Tónaheilun, Blómadropa og Spálestra. Úní hefur tileinkað líf sitt Gyðjunni og hinni kvenlegu guðdómlegu orku. Hún ber titilinn Systir Avalon eftir nám hennar við skóla Kathy Jones í Glastonbury í Englandi. Úní hefur einnig unnið náið með Reyni Katrínarsyni listamanni og galdrameistara, en þau bjóða uppá námskeið og athafnir tengdar Norrænu Gyðjunni. Úní er ein upphafskvenna og meðlimur í Norræna Viskuhringnum, sem er hópur Norrænna kennara sem bjóða uppá athafnir, námskeið og fræðslu á Íslandi, í Noregi, í Svíþjóð og í Danmörku.

unnur.jpeg

Unnur Erla Hafstað

Ég, ásamt Sigríði dóttur minni, lauk 270 stunda yogakennaranámi í mars 2018 í Yogavin undir leiðsögn Ástu Arnardóttur. Ég kynntist Yoga gegnum móður mína, sem einnig er yogakennari, árið 1984. Hef starfað sem kennari á grunn- framhaldsskóla og háskólastigi síðan 2004 og yogakennslan er kærkomin viðbót. Í ágúst 2018 lauk ég Yoga Nidra kennaraþjálfun hjá Matyendra Saraswati. Við Sigríður stofnuðum Sunnuyoga og höfum kennt yoga í Svarfaðardal og Dalvík þar sem við erum búsettar. Einnig kenni ég yoga í Menntaskólanum á Tröllaskaga og er formaður JKFÍ.

uhafstad@gmail.com

Valdís Helga Þorgeirsdóttir.jpg

Valdís Helga Þorgeirsdóttir

Hef stundað jóga frá því að ég var unglingur en varð algjörlega hugfangin árið 2010. Ég reyni að temja mér huga byrjandans í jóga og er ávallt opin fyrir því að læra meira. Lauk 200 tíma jógakennaranámi hjá Ágústu Kolbrúnu, Drífu Atladóttur og Guðjóni Bergmann árið 2013. Hef verið að kenna byrjenda og framhalds námskeið, opna tíma, hóp- og einkatíma, á tónlistarhátíðum, o.fl. Er að kenna í Jógastúdíó og Hreyfingu Heilsulind. 

Yoga by the Sea

Þór H. Reykdal

Jógakennari

Þórey 0818.JPG

Þórey Hilmarsdóttir

Lauk 270 tíma jógakennaranámi í mars 2022. Lauk 20 tíma kennaranámskeiði í Pranayama vorið 2022.

eyjahi@gmail.com

Þórdís Edda Guðjónsdóttir.jpg

Þórdís Edda Guðjónsdóttir JKFÍ-RYT-500

Útskrifaðist sem 200 tíma jógakennari frá Amarayoga árið 2012 og sem 500 tíma jógakennari árið 2017. Lauk Curvy Yoga kennararéttindum árið 2013, Yoga for Round Bodies kennararéttindum árið 2015, krakkajógakennaranámi frá Om Schooled árið 2015, stólajóga kennararéttindum árið 2022 og útskrifaðist sem ÍAK einkaþjálfari árið 2013. Þar að auki er ég með kennararéttindi í bandvefslosun, The Danielle Collins Face Yoga Method, Yoga Nidra, Yin Yoga, Somatic Flexibility Technique – Level 1, Yoga Body Bootcamp og Yoga Shred. Ég sat í stjórn Jógakennarafélags Íslands 2014-2018 og 2020-2022.

www.facebook.com/Edduyoga

þ.jpg

Þuríður Helga Kristjánsdóttir

Þuríður Helga hefur verið hugfangin af jóga frá unglingsárum og stundað jóga reglulega frá árinu 1996. Hún tók kennaranámskeið í krakkajóga hjá Gurudass Kaur Kalsa árið 2011, kennaranám í jóga nidra hjá Kamini Desai árið 2019 og framhaldsnám í yoga nidra 2021. Þuríður lauk 200 klst kennaranámi frá Nepal Yoga Academy í Hatha og Ashtanga jóga í nóvember 2022. Auk þess hefur Þuríður tekið kennaranám í núvitund frá Mindfulness Network við Bangor University árið 2022. 

Ægir Rafn Ingólfsson.jpg

Ægir Rafn Ingólfsson

Ægir útskrifaðist sem tannlæknir 1983 á Íslandi og sem sérfræðingur í tannholsfræði frá Bandaríkjunum 1991.

Ægir hefur stundað jóga frá 1992. Hann tók 200 tíma kennararéttindinn frá Kripalu í Bandaríkjunum 1998. Hann er að vinna að 500 klst réttindunum. Hann hefur kennt jóga í Kramhúsinu, Mecca Spa, Yoga Shala og á námskeiðum. Ægir tók “practitioner” réttindi í NLP í Englandi 2000 og “Master Practitioner” í Bandaríkjunum 2003.

Ægir er haldin langvarandi, árásargjörnum sjúkdóm sem kallast námskeiðaveiki. Sum sé að mega ekki námskeið sjá án þess að ganga í gegnum það. Þau hafa m.a. verð: yoga nidra, hláturjóga, DanceKinetics, verkefnisstjórnun, myndlestur, aðtrú (beliefs), ölduvinna, gps-staðsetning, óendaleg tölvunámskeið, hundaþjálfunarnámskeið o.s.frv., ….
Ægir hefur áhuga á samsköpun …og vill gjarnan stíga út úr boxinu!

bottom of page