

Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir
Jógakennari hjá Ásmundi Gunnlaugssyni jan. 2007, lauk námi í sjúkraþjálfun frá HÍ 1991. Ég býð upp á jógatíma úti í náttúrunni, svokallað ‘Skógarjóga’. Jóga er hægt að stunda hvar sem er og er náttúran tilvalinn staður sem gefur kyrrð og endurnæringu í sjálfu sér. Núna eru í boði námskeið sem byrja hjá Árbæjarsafni. Endilega kíkið inn á heimasíðuna og skoðið nánar.

Ragnheiður G. Óskarsdóttir
Ragnheiður útskrifaðist sem jógakennari frá Kristbjörgu og hefur einnig lokið kennaranámi í Rope Yoga frá Guðna Gunnarssyni. Ragnheiður lauk einnig nuddnámi frá Kripalu Center og starfar einkum sem nuddari og vinnur með blómadropa og kjarnaolíur.

Rakel Eyfjörð Tryggvadóttir
Rakel útskrifaðist sem jógakennari (270 tímar ) í mars 2019 undir handleiðslu Ástu Arnardóttur í Yogavin. Er leikskólakennari og hef starfað við það í fjöldamörg ár, tók ákvörðun að breyta um stefnu í lífinu eftir að hafa kynnst jóga. Hef útskrifast með réttindi til kennslu á Body Love (150 tímar) sem þerapisti í meðferð um líkamsvitund, með réttindi til kennslufræði á Ayurveda (150 tímar) og með réttindi til kennslu á Law of Attraction (150 tímar) fræði um aðdrátt jákvæðni úr CoE í Bretlandi. Útskrifaðist einning með réttindi til Yoga Nidra kennslu (50 tímar) undir handleiðslu Scott Moore Yoga í NY Bandaríkjunum. Rakel hefur yndi af öllum fræðum sem við koma manni, andleg og líkamleg og stefnir á áframhaldandi nám með kennslu. Hún opnaði sitt eigið fyrirtæki 2019, Yogahofið sem er hún er á ferðalagi að kenna. Rakel kenndi á Akureyri í listigarðinum úti í náttúrinni sumarið 2019 og veturinn 2019- 2020 hefur hún kennt á Dalvík.

Rósa Sturludóttir
Útskrifaðist sem Jógakennari með 200 tíma RYS frá Absolute Yoga Academy, Thailandi.

Rut Rebekka Sigurjónsdóttir
Rut Rebekka útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur 1966, hjúkrunarkennari 1979, lauk námi frá Myndlista og handíðaskóla Íslands 1982.
Ég hef stundað jóga frá 1994. Jógakennari frá Kripalu Center 1997, Jógaterapisti frá Phoenix Rising Yoga Therapy 1999, -The Phoenix Rising Yoga Therapy Advanced Training Program 2004. Kennt jóga óslitið frá 1998. Hef farið mörg undanfarin ár á jógakennararáðstefnina á Kripalu jógasetrið til frekari þjálfunar. Dansa 5 Rhythma dans og tekið mörg námskeið í því.

Rúna B M Tómasdóttir
Rúna útskrifaðist 2020 úr Jógaskóla Om Setursins. Auk þess hefur hún lært Kundalini jóga hjá Lightworker Academy. Rúna starfar í Om Setrinu í Reykjanesbæ.

Sara Hamilton
Jógakennari

Sara Lillý Þorsteinsdóttir
Sara Lillý hefur stundað jóga í tæp 15 ár og lauk 200 klst jógakennaranámi frá Jógastúdíói í Reykjavík, hjá Drífu Atladóttur árið 2018. Einnig sama ár 60 klst Thai Yoga Massage námi á vegum Sunshine Network í samstarfi við International Society of Thai Yoga Massage undir handleiðslu Itzhak Helman. Hún starfaði sem Hatha og yin yoga stundarkennari í afleysingum hjá Jógastúdíói árið 2018 eftir útskrift. Sara Lillý er læknir að mennt og starfar sem slíkur hérlendis frá árinu 2017. Hún er með viðbótardiplóma í Hnattrænni heilsu frá HÍ árið 2022.

Serafim Arnar Holm
Ég nam Yoga í Danmörku hjá NATHA Yogacenter . Hóf nám 1993 og er enn í námi hjá þeim. Hóf af kenna við skólann í Danmörku 1996, og stofnaði minn eiginn skóla með sama nafni á Íslandi 2008.

Sesselja Ástrún Eysteinsdóttir
Sesselja útskrifaðist með 240 tíma frá Jóga og blómadropaskóla Kristbjargar 2019 og jóga nidra frá Amrityoga institute 65 klst 2020. Einnig hefur hún tekið stryttri námskeið í yin jóga. Hún hefur lokið gongnámskeiði 1 og 2 hjá Arnbjörgu og elskar að blanda þessu saman og búa til tíma sem eru fyrst og fremst rólegir og notalegir.

Signý Einarsdóttir
240 tíma yogakennaranám Raja-yoga hjá Ástu Arnardóttur sem miðast við 200 tíma kröfu Allianz. Leiði yoga hjá RKÍ Borgartúni 25. Leiði yoga í Soley natura spa á laugardagsmorgnum.

Sigríður Ósk Fanndal
Sigríður, alltaf kölluð Sigga útskrifaðist með 200 klst. jógakennararéttindi frá Light Yoga Warriors árið 2019 og 300 klst .
framhalds-jógakennararéttindi frá Yogarenew árið 2023. Hún hefur að auki lært Yin jóga, lokið við námskeið í stóla jóga, jóga fyrir sérhópa og meðgöngujóga. Sigga er einning íþróttafræðingur, kennari, sjúkranuddari, markþjálfi og reiki meistari. Hún hefur kennt yoga síðan 2019 á Íslandi og í Danmörku.
"Jóga er dýrmætur og stór hluti af lífi mínu og hefur áhrif á bæði persónulegt og líkamlegt ferðalag mitt. Með yfir 500 klukkustunda jóga þjálfun að baki, hef ég skoðað, rannsakað og prufað margar mismunandi leiðir og tegundir af jóga. Ég er þakklát fyrir þá tengingu milli líkama og huga sem jóga stuðlar að. Það er spennandi að sjá og skoða hvernig jóga, þessi magnaða heildræna nálgun eykur ekki aðeins líkamlegan frammistöðu heldur einnig skapar skýrleika í huga og tilfinningalega styrk. Ég er alltaf jafn forvitin um að vita meira og læra meira þegar kemur að jógafræðunum, bæði praktíkinni á dýnunni og því sem kemur til mín í lífinu sjálfu."

Sigríður Björk Hafstað
Ég ásamt Unni móður minni lauk 270 stunda yogakennarnámi í mars 2018 undir leiðsögn Ástu Arnardóttur.
Ég byrjaði að stunda yoga með mömmu og svo aftur í menntaskóla. Við mamma stofnuðum Sunnuyoga og höfum kennt yoga í Svarfaðardal og Dalvík þar sem við erum búsettar. Mér finnst skemmtilegast að kenna Vinyasaflæði.

Sigríður Kristín Jónsdóttir
Starfandi sjúkraliði og lauk jógakennaranámi í apríl 2015 frá Yogavin (Ásta Arnardóttir).

Sigríður Thorsteinsson
Sirrí lauk jógakennaraprófi árið 2010 hjá Ástu Arnardóttur. Hún hefur lokið leiðbeinendanámskeiði í hláturjóga í anda Matam
Kataria í umsjón Ástu Valdimarsdóttur, kynnt sér markþjálfun hjá Evolvia í umsjón Mathildu Gregersdotter, sótt trúðanámskeið í Gaflaraleikhúsinu í umsjón Virginiu Gilliard og Kramhúsinu í umsjón Bergs Þórs Ingólfssonar, Halldóru Geirharðsdóttur, Kristjönu Stefánsdóttur, lokið diplomanámi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá EHÍ. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari um árabil og kennt jóga og hláturjóga í Tjarnarskóla. Hún stofnaði fyrirtækið Jógastund í byrjun ársins 2014 og vill leggja sitt af mörkum til að grunnstef jógavísindanna; kærleikur og viska nái að breiðast sem víðast.

Sigrún Haraldsdóttir
Happy Sigrún kynntist fyrst jóga árið 2008 eftir að hafa lent í meiðslum á hálsi. Eftir að hafa verið á fullu í íþróttum og ræktinni frá unga aldri fann hún nýja leið til að rækta líkamann. Í jóga iðkuninni fann hún í fyrsta skiptið vellíðan í bæði líkama og sál. Hún stundaði jóga næstum upp á dag í þrjú ár, ákvað þá að tímabært væri að læra nánar um hvað snýr upp og niður í líkama okkar.
Eftir að hafa klárað ÍAK-einkaþjálfarann, nám í jógafræðum, ógrynni af námskeiðum og fyrirlestrum þekktra fræðimanna/-kvenna um heilsu, þá kynntist hún Roll Model Method aðferðinni og hóf til við að hanna Happy Hips æfingakerfið. Tímarnir eru sambland af því besta úr jóga og losun á spennu í bandvef með sérstökum boltum. Nú rúllar hún sér, sem og landanum í form.
Árið 2020 bættu hún við sig kennararéttindum í Yoga Tune Up® hjá Jill Miller. Sigrún hefur sérhæft sig í vinnu með bandvef líkamans, sogæðakerfi og taugakerfi sem veitir heildræna nálgun að betri hreyfifærni og hreyfiskynjun.

Sigrún Viggósdóttir
Lauk námi frá Kripalu School of Yoga árið 2003. Hef einnig numið hin ýmsu námskeið á Kripalu og hér heima. Kenni við Jógamiðstöðina “Ljósið Þitt” Silfurgötu 5, Ísafirði. Við jógakennslu vil ég gefa nemendum mínum frelsi frá áhyggjum og þreytu. Við ferðumst saman um ókunna slóð líkama hugar og sálar í hverjum tíma, könnum kjarna okkar, fyllumst þreki og sjálftrausti, njótum þess að vera til.

Soffía Elín Sigurðardóttir
Soffía útskrifaðist sem jógakennari í mars 2022 úr jógakennaranámi Ástu Arnardóttur í Yogavin. Hefur hún einnig lokið kennaranámi í Yoga Nidra og Pranayma hjá Matsyendra Saraswati. Soffía er klínískur barnasálfræðingur sem starfar með börnum, ungmennum og fjölskyldum. Hefur hún starfrækt ýmis barna- og unglinganámskeið þar sem m.a. er kennt jóga. Soffía er í stjórn Jógakennarafélags Íslands.
soffiaelin (a) sentia is

Sóley Einarsdóttir
Ég útskrifaðist með 200 tíma Hatha Jógakennararéttindi hjá Ásmundi Gunnlaugssyni febrúar 2008. Byrjaði að kenna í Ræktinni í Þorlákshöfn haustið 2008 og er líka spinningkennari í Ræktinni. Ég útskrifaðist einning úr Yin-yoga námi hjá David Kim vorið 2020. Í dag er ég með mitt eigið Jógahorn í Þorlákshöfn síðan 2016 og kenni þar Hatha-yoga ásamt YIN- yoga og er einnig með Svæðanuddið mitt þar. Ég er með krakkajógakennararéttindi/ Childplay yoga by Gurudass Kaur Khalsa 2009. Einnig hef ég sótt ýmis námsk.tengd jóga t.d yoga,lifandi fæði og hreinsun líkamans og námsk.hjá Gurmukh á Íslandi. “ Kundalini jóga til breytingar” og Anatomiu hjá Ástu Þórarins. ásamt fleiri námskeiðum tengd Jóga og heilbrigðum lífstíl.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á öllu sem tengst heilbrigðum lífstíl bæði andlega og líkamlega og stefni á að bæta meira við mína þekkingu um það í framtíðinni.

Sólveig Bennýjardóttir Haraldsdóttir
Sólveig lauk 240 stunda Hatha jóga/ Iyengar jógakennaranámi undir handleiðslu Francois Raoult frá Open Sky Yoga í NY fylki Bandaríkjunum 2018. Einngi 1. og 2. stigi í Gongnámi 2017 og 2020. Sólveig lauk Jóga Nidra kennaranámi og Restorative jóga (hvíldarjóga) árið 2018. Sólveig er sem stendur í Bowen námi sem lýkur í maí 2021. Hún hélt sitt fyrsta byrjendanámskeið í jóga hjá Líkamsræktarstöðinni Bjargi haustið 2017 fyrir fullum sal. Hún hefur síðan haldið byrjendanámskeið og kennt í opnum jógatímum hjá Vökuland Wellness frá 2019 sem er hennar fyrirtæki sem hún rekur ásamt eiginmanni. Einngi Sem áhugamanneskja um heilbrigðan og rólegan lífstíl hefur Sólveig mikinn áhuga á að deila sinni reynslu og leiðbeina fólki í átt að heilbrigðu líferni með jóga, djúpslökun, tónheilun, kyrrðarviðburðum, nærandi vinnustofum o.fl

Sólveig Sigmarsdóttir

Sólveig Þórarinsdóttir
Sólveig Þórarinsdóttir er eigandi og stofnandi Sólir – jóga & heilsusetur. Hún er höfundur bókarinnar Jóga fyrir alla – grunnbók um jóga, heitt & hefðbundið sem kom út árið 2014. Sólveig starfaði lengi á fjármálamarkaði en hefur undanfarið snúið sér alfarið að jógakennslu. Hún er með 200 RYT kennsluréttindi í heitu jóga (hatha) frá Absoulte Yoga Academy og 500 RYT frá sama skóla í Ashtanga-jóga. Sólveig á þrjú börn og sameinar ástríðu sína fyrir jóga og heilsurækt með því að kenna á gefandi máta og fjalla um heilbrigðan lífstíl á breiðum grundvelli. Sólveig lærði viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík, lauk meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun fyrirtækja frá Háskóla Íslands og er löggiltur verðbréfamiðlari með yfir tíu ára starfsreynslu af verðbréfamarkaði.

Steina Ólafsdóttir
Jógakennari

Steinunn Kristín Hafsteinsdóttir
Ég útskrifaðist með 200 tíma Hatha jógakennararéttindi hjá Ásmundi Gunnlaugssyni febrúar 2008. Árið 2015 fór ég í nám í Jóga Nidra hjá Kamini Desai frá Amrit Yoga Institute í Florida. Þessi hluti fræðanna hafa heillað mig mjög mikið og í framhaldi af þessu námi hóf ég sjálf að kenna jóga og leiða jógatíma og hef haldið fjölda námskeiða bæði á Selfossi og í Reykjavík. Helstu áherslur í kennslu minni eru að hjálpa fólki að upplifa kyrrð og komast dýpra inn í það ástand. Einnig er ég að kenna jóga á vinnustöðum á Suðurlandi hjá fyrirtækinu Jakkafatajóga.
Ég hef haft áhuga á jógafræðum frá því ég var unglingur og hefur meira og minna ástundað jóga frá 1996. Það sem mér finnst mest heillandi er hversu gott er að nota jógafræðin sem tæki til að dýpa andlegan þroska og lifa daglegu lífi. Jógaleiðin mín hefur leitt mig til meistara míns Sri Mooji Baba sem er búsettur í Portúgal og þar hef ég sótt Silent Reatreat og einnig dvalið í Ashrami hans í nokkra daga með stórum hóp af fólki á sömu leið.

Steinunn S. Ólafardóttir
Ég útskrifaðist árið 2010 með jógakennararéttindi frá Guðjóni Bergmann og vorið 2015 útskrifaðist ég sem Sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands. Ég kláraði einnig REHAB trainer Essentials námskeið haustið 2015 og er sífellt að bæta við mig með fagtengdum námskeiðum. Ég hef kennt jóga hjá Sóley Natura Spa, World Class, JSB-Líkamsrækt, jóga í fyrirtækjum og stokkið í afleysingar þess á milli. Ég hef einnig kennt almenna leikfimi hjá Gigtarfélagi Íslands og JSB-Líkamsrækt, ásamt því hef ég kennt vatnsleikfimi hjá Gigtarfélagi Íslands, Meðgöngusundi og í Grensáslaug.
Ég sinnti starfi meðstjórnanda JKFÍ 2011-2012 og starfi ritara JKFÍ 2012-2014. Einnig hélt ég grunnnámskeið í anatómíu fyrir meðlimi JKFÍ árið 2014, og vinnustofu í anatómíu öndunar og anatómíu í jógastöðum fyrir meðlimi JKFÍ árið 2015.
Ég kenni Hatha jóga, blöndu af mjúkum liðkandi æfingum og kröftugri styrkjandi æfingum. Ég hef heillast af jógaflæði og blanda því gjarnan í tímana mína með áherslu á öndun og núvitund.
Tek að mér afleysingar og önnur sérverkefni.

Svala Rún Sigurðardóttir
Lærði til jógakennara hjá Ásmundi Gunnlaugssyni.

Svava Björk Hjaltalín Jónsdóttir
Svava hefur lokið 270 tíma jógakennaranámi með markvissri þjálfun í asana, pranayama, hugleiðslu, jógaheimspeki, líffærafræði, kennslufræði, æfingakennslu, jógaheilsufræði og siðfræði jógakennarans. Hún leggur áherslu á mjúkt vinyasa og andlegt og líkamlegt jafnvægi. Svava er með diploma í jákvæðri sálfræði og hefur fundið jafnvægi á milli þess að reka eigið fyrirtæki og stunda jóga. Að geta gefið af sér og sinni reynslu og hjálpað öðrum að finna innri frið er hennar SEVA til ykkar.