top of page

Lög félagsins

I. kafli. Nafn félags og tilgangur.

 

1. grein
Nafn félagsins er: Jógakennarafélag Íslands.

 

2. grein.
Heimili félagsins og varnarþing er á Íslandi.

 

3. grein.
Tilgangur félagsins er að auka samstarfsvettvang íslenskra jógakennara, að stuðla að aukinni menntun þeirra, auka meðvitund samfélagsins um faglega og góða jógakennslu og efla útbreiðslu jógaiðkunar.

II. kafli.  Stjórn og fundir.

 

4. grein.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að stuðla að tækifærum fyrir jógakennara til að iðka og vinna saman, þar sem þeir geti miðlað hver öðrum af þekkingu og reynslu. Félagið mun meta þörf á endurmenntun meðal félagsmanna og stuðla að og koma á framfæri upplýsingum um endurmenntunartækifæri og leitast við að styðja félagsmenn til endurmenntunar. Félagið mun einnig stuðla að almennri fræðslu um jóga og jógakennslu í gegnum vefsíðu og hvetja félagsmenn til öflugrar kynningar í ræðu og riti.

 

5. grein.
Stofnfélagar eru:
Anna Ingólfsdóttir
Áslaug Höskuldsdóttir
Ásta  Arnardóttir
Ásta Böðvarsdóttir
Einar B. Ísleifsson
Elín Jónasdóttir
Eygló Alexandersdóttir
Guðfinna S. Svavarsdóttir
Guðjón Bergmann
Helga Mogensen
Ingibjörg G. Guðmundsdóttir
Jóhanna Bóel Magnúsdóttir
Jón Ágúst Guðjónsson
Júlíanna Magnúsdóttir
Kristbjörg E. Kristmundsdóttir
Matthildur Gunnarsdóttir
Pétur Valgeirsson
Sesselja K.S. Karlsdóttir
Ægir Rafn Ingólfsson

 

6. grein.
Aðild að félaginu eiga allir þeir sem lokið hafa 200 tíma námi sem samræmist kröfum Jógakennarafélags Íslands.  Nánari útlistun og reglur þessar skal stjórn leggja fram til samþykktar á almennum félagsfundi.

 

7. grein.
Í stjórn félagsins skulu vera þrír stjórnarmenn og tveir til vara. Stjórn skiptir sjálf með sér verkum. Formaður er kosinn til tveggja ára. Stjórnarmenn sitja í tvö ár. Nema eftir fyrsta starfsár félagsins gengur einn stjórnandi úr stjórn og einn kosinn í hans stað. Jafnframt skal kosinn endurskoðandi reikninga félagsins til tveggja ára. Hægt er að kjósa sitjandi stjórnarmann sem formann. Tekur þá sæti í stjórn sá sem næstur er inn í hana samkvæmt artkvæðum til stjórnar eða hann kosinn sérstaklega.

 

8. grein.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi félagsins skal  stjórn félagsins gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur á aðalfundi.

9. grein.
Árgjald félagsins er ákveðið á aðalfundi og skal það innheimt í gegnum heimabanka. Félagi telst ekki fullgildur fyrr en hann hefur að fullu greitt félagsgjaldið.

 

10. grein.
Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang félagsins.

 

11. grein.
Ákvörðun um slit félagsins verður aðeins tekin á aðalfundi félagsins og þarf a.m.k. samþykkt tveggja þriðju félagsmanna til að leggja það niður. Verði félagið lagt niður renna eignir þess til Rauða Kross Íslands.

 

12. grein.
Aðalfund skal halda að vori eigi síðar en um miðjan maí. Boða skal aðalfund með minnst 14 daga fyrirvara. Á aðalfundinum skal gjaldkeri fara yfir endurskoðaða reikninga, félaginu kosin stjórn, breytingar gerðar á lögum félagsins og fjallað um önnur mál. Tvo þriðju hluta Fundarmanna þarf til að breyta lögum félagsins. Einfaldur meirihluti nægir fyrir öðrum samþykktum.

 

13. grein.
Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi:

1. Skýrsla stjórnar
2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins
3. Umræður um skýrslu og reikninga.
4. Skýrslur nefnda.
5. Lagabreytingar.
6. Kosning stjórnar fyrir næsta starfsár
7. Önnur mál

 

14. grein.
Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundum félagsins. Tillögum til lagabreytinga skal skila til stjórnar fyrir 1. apríl ár hvert og skal stjórn geta þess í fundarboði ef tillaga um lagabreytingu hefur komið fram. Ef breytingartillaga sem ekki hefur verið kynnt í aðalfundarboði er borin upp á aðalfundi þarf samþykki  meirihluta fundarmanna til að tillagan verði fram borin. Fái lagabreytingatillaga atkvæði meiri hluta fundarmanna telst hún samþykkt.

 

15. grein.
Stjórn félagsins ræður málefnum þess með þeim takmörkunum sem lög þessi setja.  Hún tekur ákvarðanir um starfsemi og er ábyrg fyrir  fjárreiðum og skuldbindingum félagsins.

 

16. grein.
Stjórnarfundi skal boða með áreiðanlegum hætti og minnst fjögurra daga fyrirvara.  Stjórnarfundur er ályktunarhæfur ef allir stjórnarmenn eða varamenn í þeirra stað sækja fund. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum.

 

17. grein.
Stjórn félagsins er skylt að efna til almenns félagsfundar ef einn  fjórði hluti atkvæðabærra félaga óskar þess.  Almennir fundir skulu auglýstir með áreiðanlegum hætti og minnst sjö daga fyrirvara.

III. kafli. Um inntökuskilyrði og úrsagnir.

18. grein.

Rétt til fundarsetu hafa allir skuldlausir félagar.

19. grein.

Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg. Borgi félagi ekki félagsgjald í 1 ár telst það jafnframt úrsögn. Um hver áramót verða skuldugir félagar fjarlægðir af póstlista, facebook og heimasíðu. Félagi sem hefur náð eftirlaunaaldri hefur rétt til áframhaldandi setu sem heiðursfélagi og borgar ekki árgjald.

 

Lög þessi voru upphaflaga samþykkt á stofnfundi félagsins og öðluðust gildi 26. september 2004 og uppfærð á aðalfundi 24. apríl 2023.

bottom of page