top of page

Jógakennaranám

Jógakennarafélag Íslands hefur uppfært kröfur um 200 klst og 500 klst jógakennaranám en það er gert í takt við uppfærslur Yoga Alliance of America.

Til þess að fá jógakennararéttindi samkvæmt reglum Jógakennarafélags Íslands þarf námið að vera að minnsta kosti 200 klst og uppfylla kröfur félagsins um einstaka liði. Það er mjög mikilvægt að þeir sem vilja kenna jóga fari í nám sem uppfyllir þessi skilyrði. Hér má lesa kröfur um 200 klst grunnnám

Félagsmenn geta sjálfir safnað upp í 500 klst jógaréttindi með því að skila inn til félagsins samansöfnuðum tímum úr viðurkenndu framhaldsnámi. Gæta þarf þess að viðkomandi námskeið uppfylli krōfur um framhaldsnám (eingōngu fyrir útskrifaða kennara), gæta þess að fá staðfestingarskjōl og þegar félagsmaður hefur safnað saman 300 klst. í framhaldsnámi getur hann haft samband við stjórn félagsins sem mun fara yfir pappírana og gefa út plagg til staðfestingar. Hér má lesa kröfur um 500 klst. framhaldsnám

Þeir sem hyggjast útskrifa jógakennara samkvæmt 200 tíma grunnnáminu skulu vera skráðir JKFÍ-E-RYT-500. Það þýðir að viðkomandi hefur amk 2000 klst kennslureynslu og þurfa a.m.k. 500 af þeim tímum hafa verið kenndir eftir að framhaldsnámi lauk. Þessi skráning er samsvarandi E-RYT skráningu Yoga Alliance of America. Þeir sem óska eftir þessari skráningu senda póst á formadur@jogakennari.is og fá eyðublöð send til útfyllingar.

Viðurkenndir Jógaskólar

Frá og með 1. september 2016 fá eingöngu inngöngu í félagið þeir jógakennarar sem útskrifast hafa frá skólum sem viðurkenndir eru af Jógakennarafélagi Íslands. Allir skólar sem viðurkenndir eru af Yoga Alliance of America eru viðurkenndir af Jógakennarafélagi Íslands.

 

Hér er yfirlit yfir skóla sem eru viðurkenndir af Yoga Alliance of America um allan heim.

 

Jógaskólar á Íslandi sem eru viðurkenndir af JKFÍ: 

Ágústa Hildur Gizurardóttir, Om Setrið, Hafnarbraut 6, Reykjanesbær. Heimasíða: omsetrid.is 

Ágústa Kolbrún Jónsdóttir, Light Yoga Warriors, Facebook: Light Yoga Warriors, Instagram: Lightyogawarriors

 

Ásta Arnardóttir, Yogavin, Grensásvegi 16, Reykjavík. Heimasíða: yogavin.is

Ásta María Þórarinsdóttir, Amarayoga, Strandgötu 11, Hafnarfirði. Heimasíða: amarayoga.is

 

Auður Bjarnadóttir, Jógasetrið, Skipholt 50c, Reykjavík. Heimasíða: jogasetrid.is

 

Drífa Atladóttir, Jógastúdíó, Ánanaustum, Reykjavík. Heimasíða: jogastudio.org

 

Guðrún Reynis, Karma Jógastúdíó & Jógaskólinn (200 og 300 klst nám) Heimasíða: jogaskolinn.is

 

Gyða Þórdís Þórarinsdóttir, Shree Yoga, Versölum 3, Kópavogi. Heimasíða: shreeyoga.is 

 

Ingibjörg Stefánsdóttir, Yoga Shala, Skeifunni 7, Reykjavík. Heimasíða: yogashala.is 

 

Kristbjörg Kristmundsdóttir, Jóga- og blómadropaskóli Kristbjargar - skóli ljóss og friðar. Heimasíða: kristbjorg.is

María Magdalena Birgisdóttir Olsen, Namaste Yoga, Njarðarvöllum 14, 260 Reykjanesbæ. Heimasíða: namasteyoga.is

Jóhanna Karlsdóttir, Jógakennaranàm Jóhönnu Karls,  Laugavegi 103. Heimasíða; hotyoga.is

Jógaskólar sem óska eftir að verða viðurkenndir af félaginu og birtir á heimasíðu félagsins senda tölvupóst á formadur@jogakennari.is og fá send eyðublöð til útfyllingar. 

bottom of page