Grímur Sigurðsson
Grímur, ásamt eiginkonu sinni, er eigandi og stofnandi Yogasála - Yogastúdíós. Hann er með 300 RYT kennararéttindi í heitu yoga (Hatha yoga) frá Barkan Method Hot Yoga á Florida. Hann hefur einnig sótt YinYoga kennaranámskeið ásamt því að sækja fimm daga Gongnámskeið með Aidan McIntyre og Don Conreaux hjá Ómi Gongsetri. Grímur hefur tekið fyrsta stig í höfuðbeina -og spjaldhryggsmeðferð (Cranio Sacral Therapy) og einnig fyrsta stig í samskonar meðferð á hestum. Grímur er viðskiptafræðingur að mennt og er einnig búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal með áherslu á tamningu og þjálfun hesta.
Gróa Másdóttir
Ég hef stundað jóga síðan 2002 og fékk jógakennararéttindi haustið 2005, hjá Guðjóni Bergmann. Fyrir utan að vera jógakennari þá starfa ég sem gönguleiðsögumaður og markþjálfi. Hvað áhugamál varða þá hafa almenn hreyfing, útivera og samvera með fjölskyldu og vinum skipað stóran sess á mínu áhugasviði.
Gróa Björk Hjörleifsdóttir
Gróa Björk útskrifaðist frá Drífu í Jógastúdíó í ágúst 2018 sem Hatha/Vinyasa jógakennari. Hún var árinu á undan búin að klára krakkajógakennarann frá Little Flower Yoga New York og í júní 2019 kláraði hún Yin Yoga kennarann. Tók stólajógakennarann í september einnig Yoga Nidra í nóv 2019. Gróa Björk kennir í Omsetrinu í Reykjanesbæ og í Bláa Lóninu Retreat. Þetta er það besta sem hún hefur kynnst og vill hjálpa öðrum að upplifa Yoga í öllu sínu formi.
Guðfinna S. Svavarsdóttir JKFÍ-RYT-500
Ölduvinnukennari og þjálfari.
The WAVE WORK TM Teacher and practitioner. Has Completed over One Thousand Hours of Certification Training from The Wave Work Institute for Integration. Sandra Scherer (Dayashakti) Training Director.
Guðbjörg Arnardóttir
Guðbjörg Arnardóttir lauk 200 klst. jógakennaranámi í ágúst 2015 frá Amarayoga undir handleiðslu Ástu Maríu Þórarinsdóttur. Hún hefur sérhæft sig um árabil í krakkajóga kennslu víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu eins og í Jógasetrinu, í Hjallastefnunni sem og í leikskólum borgarinnar. Um nokkurt skeið hefur hún haldið Krakkajógakennara námskeið.
Guðbjörg Ragnardóttir
Ég hef starfað sem grunnskólakennari til fjölda ára og er nú að taka diplómu sem upplýsinga og bókasafnsfræðingur. Hef tekið nokkur námskeið í dáleiðslu. Ég hef nýlokið 200 stunda jógakennaranámi (Yoga Alliance) frá BODSPHERE. Er á námskeiði í Pranayama Teacher training og (50 stundir) og Yoga Nidra Teacher training hjá þeim. Ég hef nýlokið Breathwork teacher training (Jessica Fleming). Framundan er meira nám á þessu sviði ( Yoga for back pain & prevention ), Yin Yoga Teacher training (BODSPHERE). Chair yoga for Seniors & beginners, Yoga massage , Yoga Life Coach, Kids yoga Teacher training, mindfullness and meditation, Meditation teacher training en þessir koma allir við viðurkenningu, The spirit of Ayurveda - 60 stunda jóganám og RYA Certified meditation Practitioner course.
Guðmundur Pálmarsson
Guðmundur hefur verið í Yogakennslu frá árinu 2002. Árið 2002 bjó hann á Shivanandana yoga miðstöð í um 7 mánuði við stranga iðkun, þar kynntist hann Talyu konu sinni í dag, og dvöldu þau á mismunandi yoga miðstöðum frá árinu 2002-2003. 2006-2008 Prana Vinyasa kennaraþjálfun með Shiva Rea. 2008-2010 Viniyoga/vinyasa kennaraþjálfun hjá Krishnamacharya Healing Yoga Foundation, þar sem Guðmundur nam mjög ítarlega hvernig eigi að aðlaga Yoga að þörfum nemandans.
Guðný Karolína Axelsdóttir
Guðný lauk 270 stunda jógakennaranámi í mars 2022 undir handleiðslu Ástu Arnarsdóttur í Yogavin.
Guðný Petrína Þórðardóttir
Guðný Petrína Þórðardóttir útskrifaðist frá Maui Yoga Shala, Hawaii, í apríl 2019 (RYS 200) undir handleiðslu Nadiu Toraman með megináherslu á Hatha Yoga og Vinyasa flæði. Ásamt því að hljóta þau réttindi hefur Guðný tekið ýmis önnur styttri kennaranámskeið hérlendis, þ.á.m. í krakkayoga, Yoga Nidra og Yin yoga. Haustið 2019 hlaut Guðný kennararéttindi sem Foam Flex kennari og Happy Hips kennari. Guðný starfar nú sem yogakennari og Happy hips kennari hjá Orkustöðinni í Reykjanesbæ og í íþróttamiðstöðvum Suðurnesjabæjar.
Guðrún Arngrímsdóttir
Hefur kennt jóga frá 2016 og starfað við einkaþjálfun og hóptímakennslu síðan 2010. Önnur eigenda Sjálfsræktar heilsumiðstöðvar á Akureyri þar sem lögð er áhersla á meðvitaða hreyfingu bæði í jógatímum og mobility movement tímum.
Menntun og réttindi: Diplómur á meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2019 Diplóma í Heilbrigði og heilsuuppeldi frá H.Í. 2014 ÍAK einkaþjálfari frá 2010. 200 RYT Hot Yoga kennararéttindi í Barkan Method frá 2016 60 hr chakra vinyasa kennararéttindi frá Yoga Academy International 2019 50 hr Budokon yoga kennararéttindi 2022 Ýmis námskeið og réttindi; ketilbjölluréttindi, foam flex triggerpoint réttindi, réttindi til að kenna konum á meðgöngu og eftir barnsburð, Jahara vatnsmeðferð 1.stig.
Guðrún Reynis JKFÍ-E-RYT-500
Guðrún Reynis útskrifaðist með 230 tíma jógakennararéttindi frá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2013, með 500 tíma jógakennararéttindi frá Yoga Skyros Academy í Grikklandi árið 2019 og með 200 tíma jógakennararéttindi í trauma-sensitive yoga frá Bretlandi árið 2021. Hún er einnig viðurkenndur Yoga Trapeze kennari frá Yoga Teachers College í Barcelona og er með kennararéttindi í yin yoga, pilates, foam flex og trigger point pilates.
Gunnhildur Gestsdóttir
Útskrifaðist úr Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar í nóvember 2013, eftir 230 tíma nám.
Kenni jóga á Ísafirði.
Gyða Þórdís Þórarinsdóttir
Ég útskrifaðist sem jógakennari frá Jóga- og blómadropaskóli Kristbjargar – skóli ljóss og friðar í júní 2012. Líf mitt tók algerum stakkaskiptum þegar ég kynntist jóga fyrir alvöru og er enn stöðugt að læra og mun halda því áfram meðal annars með því að kenna og leiðbeina, þannig læri ég mest. Stefnan er tekin á framhaldsjógakennaranám hjá Kristbjörgu á næsta ári. Ég er að
kenna Pranajógatíma og Hot yoga tíma hjá World Class í Egilshöll. Elskum lífið, heiðrum líkama okkar og hugum að því hvernig við hreyfum okkur og hvað við setjum ofaní okkur!
Hafdís Kristjánsdóttir
Jógakennari
Harpa Finnsdóttir
Útskrifaðist haustönn 2009 hjá Guðjóni Bergmann. Einlæg markmið eru að koma jóga inn í samfélagið og kenna fólki að ná markmiðum sínum líkamlega sem andlega. Hún er mikil áhugamanneskja um heilsurækt og hefur í fjölda ára stundað lyftingar. Áhugi hennar liggur í líkamlegum stöðum, öndun, slökun og að sameina alla þessa þætti við líkamsrækt og dans. Harpa er jógakennari í fullu starfi og kennir víðsvegar í Snæfellsbæ. Hún kennir einnig jóga í vali fyrir 8,9 og 10 bekk í grunnskóla Snæfellsbæjar.
Harpa Mjöll Kjartansdóttir
Harpa lauk 200 klst jógakennaranámi frá Rishikesh Yoga Training Center á Indlandi árið 2018.
Helga Rósa Atladóttir
Helga lauk 200 stunda jógakennaranámi frá OM Setrinu í Reykjanesbæ árið 2020 auk þess að hafa tekið styttri kennaranámskeið í Yin Yoga og Yoga Nidra. Helga er ljósvera sem fann sitt sanna sjálf í gegnum jóga og hugleiðslu. Auk þess að vera jógakennari er hún félagsráðgjafi, heilari og hefur lært TRM áfallafræði (módel 1 og 2). Helgu dreymir um að geta blandað þessu öllu saman og miðlað áfram til annarra og aðstoðað aðra við að komast að sínum kjarna ❤
Helen Long
Ég útskifaðist með 200 RYT hjá Drífu Atladóttur í Jógástúdíó vorið 2020. Útsrifaðist með réttindi til að leiða hugleiðslu og jóga Nidra vorið 2022 hjá Ástu Maríu í Amarayoga og er að klára 300 RYT hjá henni, áætluð útskrift vorið 2023.
Heiða Steinsson
Lauk jógakennaranámi árið 2020 undir handleiðslu Ástu Maríu hjá Amarayoga í Hafnafirði.
Helga Einarsdóttir
Ég nam jógakennarafræði hjá Guðjóni Bergmann og útskrifaðist sem jógakennari vorið 2010. Ég lærði krakkajóga hjá Gurudass Kaur árið 2011. Ég hef kennt opna jógatíma víða, til dæmis í World Class og Sóley Natura Spa og kenndi í sjálfboðavinnu við Rauða kross Íslands veturinn 2011. Ég hef haft umsjón með og rekið lokuð jóganámskeið reglulega síðan ég útskrifaðist og leigt sali undir tímana. Ég kenni Hatha jóga með mismunandi útfærslum og þyngdarstigi og hef einnig haft námskeið í Kraftjóga. Einnig hef ég kennt hugleiðslu og hef haldið námskeið þar sem blandað er saman jóga, hugleiðslu djúpslökun og þjálfun í núvitund (mindfulness).
Helga Kristín Gunnarsdóttir
Útskrifaðist sem jógakennari 2009 eftir 200 stunda jóganám hjá Guðjóni Bergmann, byggt á stöðlum Yoga Alliance.
Helga Kristín Sæbjörnsdóttir
Helga Kristín Útskrifaðist úr 240 stunda jógakennaranámi frá Yogavin vorið 2015 undir handleiðslu Ástu Arnardóttur. Helga kennir jóga á Laugarvatni og nágrenni.
Hildigunnur Kristinsdóttir
Hildigunnur lauk 200 stunda jógakennaranámi frá Drífu í Jógastúdíó haustið 2019 með áherslu á Hatha yoga og Vinyasa yoga. Hún hefur einnig klárað kennaranámskeið í annars vegar Yin yoga og hins vegar Yoga nidra frá Karma Jógastúdíó. Hún er einnig lærður Bowentæknir og ÍAK einkaþjálfari. Hún starfar sem grunnskólakennari og hefur séð um jóga og djúpslökun í vali á unglingastigi.
Hrafnhildur Faulk
Jógakennari
Hrefna Ósk
Hrefna útskrifaðist sem jógakennari frá Amarayoga 2024. Þar lauk hún 200 tíma Hatha yoga og vinyasa kennara menntun hjá Ástu Maríu Þórarinsdóttir. Hrefna stofnaði Yoga stúdíó Hrefnu sama ár. Þar kennir hún yoga, býður upp á gong slökun og ýmsa viðburði tengt því. Hrefna er líka kennari að mennt og kennir við Húnaskóla en þar kennir hún nemendum sínum meðal annars yoga og hugleiðslu. Einnig lærði hún krakkajóga hjá Guðbjörgu Arnardóttir 2023. Auk þess fór Hrefna í gong nám til Arnbjargar Kristínu Konráðsdóttir og lauk því námi 2024.
Hrönn Baldursdóttir
Hrönn er jógakennari, leiðsögumaður og náms- og starfsráðgjafi. Hún kennir hatha-yoga, yoga nidra, Kundalini yoga og gönguhugleiðslu. Hún kennir jóga innandyra, úti í náttúrunni og á netinu. Hún hefur kennt jóga utandyra frá 2009 og einnig innandyra síðustu árin, bæði námskeið fyrir stofnanir og fasta tíma á eigin vegum. Hrönn rekur fyrirtækið Þín Leið sem sérhæfir sig í jógagöngum og ráðgjafarþjónustu og býður upp á jógagöngur, umbreytandi ferðir, gönguhugleiðslu og einstaklingsviðtöl.
2016: Yoga Nidra frá Amrit Institute, 100 klst
2015: Kundalini jógakennaranmá frá KRI Institute, 200 klst
2005: Hatha yoga frá Jógastúdíói Ásmundar Gunnlaugssonar
Högni Friðriksson
Högni lærði Vinyasa og Sivananda jóga í Tulum Mexíkó 2020.
Kennir hann í Silfurtorg jógastúdío á Ísafirði.
Inga Þóra Ingadóttir JKFÍ R-500
Inga hefur lokið 500 tíma jógakennaranámi frá AYM Association for Yoga and Meditation, Rishikesh á Indlandi, 300 tímar árið 2018, og frá Kripalu Center for Yoga and Health, Massachussettes í BNA, 200 tímar árið 1998. Hefur stundað jóga frá 1996 og kennt m.a. í Kramhúsinu, í Ræktinni á Seltjarnarnesi, í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ og hjá World Class. Hefur einnig verið með námskeið og fræðslu um jóga, slökun og hugleiðslu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir á eigin vegum.
Ingibjörg Magnúsdóttir
Ingibjörg lauk jógakennaranámi frá Ástu Arnardóttur í Yogavin 2017. Tók framhalds jógakennaranám með Julie Martin í Brahmaniyoga sem lauk vorið 2022. Yoga nidra kennaranámskeið hjá Guðrúnu Reynis maí 2022.
Aðalstarf Ingibjargar er íþróttakennsla í MA þar sem hún nýtir töluvert mikið jógað til þess að kenna nemendum í skólanum. Síðan kennir hún líka vinum og vandamönnum og heldur stundum jóga- og vellíðunarbúðir fyrir hópa. Hún er einnig menntuð heilsunuddari og hefur tekið fjöldan allan af námskeiðum tengdum hreyfingu, nuddi, bandvefslosun og fleira sem tengist heilbrigði.
Ingibjörg Karlsdóttir
Stundaði Jógakennaranám 2012 - 2013 á vegum Ástu Maríu Þórarinsdóttur ( Amarayoga ) Námið uppfyllir kröfur Jógakennarafélags Íslands.
Ingibjörg Stefánsdóttir
Ashtanga Yoga Research Institute 6 mánuðir 2001-07 Purple Valley teacher training 2 mánuðir 2005 Earths Power Yoga – Los Angeles 6 mánuðir Námkskeið – Ron Reid og Marla, Indland Námskeið- Emil E. Wendel, Pranayama og hugleiðsla- Indland og Ísland Ayurvedic jóga nudd – þjálfun á Indlandi.
Ingileif Ástvaldsdóttir
Lauk 270 tíma kennaranámi í mars 2019 hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin. Sumarið 2019 bauð Ingileif upp á opna yogatíma í heima í stofu eða úti í garði eftir því sem veður leyfði undir merkjum Litlu yogastofunnar.
Ingunn Guðbrandsdóttir
Útskrifaðist sem jógakennari frá Jóga- og Blómadropaskóla Kristbjargar vorið 2014. Legg áherslu á Raja jóga sem felur í sér alla átta limi jógafræðanna. Jóga hentar öllum, óháð líkamsformi eða getu. Tek að mér byrjendur jafnt sem lengra komna. Hef verið með námskeið í mjúku jóga og jóga gegn streitu, auk almennra tíma. Þá tek ég að mér leiðsögn í jóga fyrir stóra sem litla hópa, innan fyrirtækja sem utan þeirra. Tek jafnframt að mér einkatíma í jóga.
Ingvar Á. Þórisson
Jógakennari
Íris Thorlacius Hauksdóttir
Íris útskrifaðist sem jógakennari með CYT200 jógakennararéttindi vorið 2019 frá Amarayoga í Hafnarfirði. Þar var hún undir leiðsögn Ástu Maríu Þórarinsdóttur eiganda Amarayoga. Íris lauk einnig framhaldsnámi (CYT500) í Amarayoga vorið 2021.