20. - 22. september 2024
Ráðstefna JKFÍ: Sterkari saman
Við fögnum 20 ára afmæli Jógakennarafélags Íslands með því að bjóða félagsmönnum á fyrstu Jógaráðstefnu félagsins sem haldin verður á Laugavatni
JKFÍ
Jógakennarafélag Íslands er vettvangur fyrir jógakennara sem búsettir eru á Íslandi. Félagið stendur fyrir námskeiðum, fræðslu og tengslamyndun jógakennara með samverustundum af ýmsu tagi.
Þátttaka á ráðstefnunni er eingöngu fyrir félagsmenn og er mikilvægt að greiða greiða ráðstefnugjaldið (sent í heimabanka) fyrir 20. júlí.
Hér má svo finna upplýsingar fyrir nýja félagsmenn. Greiða þarf bæði árgjald og ráðstefnugjald til þess að skráning á ráðstefnuna teljist gild.
Dagskrá
Dagskrá ráðstefnunnar verður fjölbreytileg og verður nóg að gera alla helgina. Þema ráðstefnunnar er ,,Sterkari Saman" og verður því helgin uppfull af viðburðum þar sem áherslan er á samvinnu jógakennara, tengslanet og jóga fyrir alla.
Staðsetning
Ráðstefna JKFÍ verður haldin á Héraðsskólanum Laugavatni. Jógakennarafélagið niðurgreiðir ráðstefnuna veglega í tilefni afmælis og er ráðstefnugjaldið einungis 5000 kr fyrir félagsmenn. Innifalið er gisting, fæði, fyrirlestrar, allir jógatímar og aðgangur að heilsulind Fontana.
Meira um aðstöðuna! (væntanlegt)