top of page
johanna_briem_mynd_edited.jpg

Jóhanna Briem

Jóhanna er Rajadhiraja (byggist á Ashtanga) jógakennari frá Himalayan Yoga Institute, Amrit yoga Nidra leiðbeinandi (advanced), löggiltur sjúkranuddari, höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnari og með MA gráðu í áhættuhegðun og forvörnum (HÍ). Jóhanna hefur einnig stundað meistaranám í náms- og starfsráðgjöf. Áhugasvið Jóhönnu er áhrif hugar á heilsu og hvernig við getum sjálf, á heildrænan hátt, stuðlað að góðri andlegri og líkamlegri vellðían. 

johanna.briem@gmail.com

Jóhanna_Karlsdóttir.jpg

Jóhanna Karlsdóttir

Jóhanna byrjaði að kenna hot yoga fyrst allra á Íslandi í janúar 2009 og kenndi á nokkrum stöðum: World Class, Grand Spa og  Yoga Shala.  Í September færði Jóhanna sig alfarið yfir í Sporthúsið þar sem hún fékk tækifæri til þess að reka sitt fyrirtæki þar innan húss og aðalatriðið var að fá sérútbúinn sal fyrir Hot Yoga sem Sporthúsið hafði tök á að gera.  Hún rekur fyrirtækið Hot Yoga ehf. Og kennir ásamt þremur starfsmönnum hennar í Heitasta sal Íslands í Sporthúsinu.

2008: 200 tíma kennaranám í Hot Yoga hjá Absolute Yoga Samui í Thailandi.

2010: Sótti stutt námskeið hjá Bikram Choudhury í Barcelona.  Farið var í svokallaða advanced rútínu í Bikram Yoga.

2010: 500 tíma kennaranám hjá AbsoluteYoga og Yogasana með Michel Besnard og fleirum.  Námið er kallað “Advanced” kennaranám og innihélt Ashtanga yoga, women´s yoga, Yin yoga og Restorative yoga.

jokadoka@simnet.is

jóna.jpeg

Jóna Friðriksdóttir

Útskrifaðist í desember 2022 hjá Jóga & blómadropaskóla Kristbjargar. 240 stunda nám sem byggir á Jógasútrum Patanjalis og Bhagavad Gita sem Raja yoga, eða hið konunglega jóga.

Yoga by the Sea

Jónína Jóhannesdóttir

Jónína Lóa Kristjánsdóttir.jpg

Jónína Lóa Kristjánsdóttir

Jónína Lóa Kristjánsdóttir útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2000 og diploma í heilsugæsluhjúkrun árið 2007. Hún hefur alltaf haft áhuga á heilbrigði og öllu því sem eykur vellíðan og hefur lengi haft áhuga á jóga.

Árið 2012 fór hún á 6 vikna námskeið í Núvitund og fór að leggja stund á hugleyðslu eftir það. Árið 2013 tók hún þá ákvörðun að gerast jógakennari og er það ein sú bestu ákvörðunum sem hún hefur tekið í lífinu. Jónína Lóa stundaði nám við Jóga – & blómadropaskóla Kristbjargar og útskrifaðist þaðan sem jógakennari í Lakhulis og Raja-jóga árið 2014. Hún kennir jóga á Selfossi í Jógablóminu. Hún kennir einnig jóga í Sunnulækjarskóla á Selfossi.

Jónína Björg Yngvadóttir.jpg

Jónína Björg Yngvadóttir

Ég útskrifaðist sem jógakennari frá jógakennara og blómadropaskóla Kristbjargar Elí í október 2013 í Lakhulis og Rajajóga, sem felur í sér alla átta limi jógafræðanna, þar sem hindrunum okkar er umbreytt með kærleika, gleði, innri frið og ró, heilbrigði og jafnvægi. Ég starfaði í Heilsuhúsinu í rúm 7 ár og er því óttalegur heilsunörd  Ég er menntaður heilari og blómadroparáðgjafi og starfa sem jógakennari, heilari og blómadroparáðgjafi í dag. Ég er með almenna tíma sem henta öllum, en einnig meira
krefjandi tíma og Nidra tíma. Hef þróað námskeið sem ég kalla Ofurhetjurnar og er ættlað þeim sem kljást við kvíða, þunglyndi og alls kyns líkamlega kvilla, jóga er fyrir alla. 

Foto Yoga.png

Katharina Helene Gross

KatharinKatharina kynntist jóga fyrst 2006 í gegnum meðgöngu og mömmujóga en útskrifaðist sem jógakennari frá Amarayoga 2023. Þar lauk hún 200 tíma grunnnám og stefnir á að ljúka 300 tíma framhaldsnámið
2026. Katharina hefur einnig lokið 90 tíma kennaranám í Jógaþerapíu og Sjálfskoðun frá Karma og Jógaskólanum sem hún lauk 2024. Í dag kennir hún Jóga hjá Kvennastyrk og Train Station en einnig tilfallandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem hún starfar annars aðallega sem þýskukennari.

kolla2020 - Copy.jpg

Kolbrún Reynisdóttir

Kolbrún hefur stundað jóga í mörg ár og lauk 200 tíma kennaranámi í Asthanga jóga hjá Arielle Nash, Ashtanga Yoga Victoria í júní 2021. Námið var sett upp í samstarfi við Óm Yoga og Gongsetur hjá Arnbjörgu Kristínu Konráðsdóttur. Kolbrún hefur einnig lokið Yoga Nidra kennaraþjálfun árið 2018 hjá Matsyendra Saraswati.

kolla@probus.is

Kolbrún Þórðardóttir.jpg

Kolbrún Þórðardóttir

Útskrifaðist haustið 2002 frá Yoga Studio Ásmundar Gunnlaugssonar. Er auk þess menntaður kennari frá Kennaraskóla Íslands og hjúkrunarfræðingur B. Sc. frá Háskóla Íslands. Hefur starfað árum saman sem kennari og hjúkrunarfræðingur. Kolbrún stundar meistaranám í Lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og rannsakar áhrif jógaiðkunar á heilsufar. Kolbrún hefur haldið byrjenda- og framhaldsnámskeið í hathajóga í Kópavogi frá árinu 2002 og auk þess kennt mörg námskeið í stólajóga í Kópavogi fyrir aldraða í Gullsmára og Gjábakka í Kópavogi og á Landspítala Háskólasjúkrahúsi.

Kolbrún kennir Hatha jóga á Heilsustofnun NFLÍ Hveragerði og á Heilsustöðinni 9 mánuðir í Hlíðarsmára 2 Kópavogi. Kennt er í litlum hópum þar sem hver einstaklingur er vafinn alúð og umhyggju. Mildar, slakandi jógaæfingar, dýpkuð öndun, jákvæð hugsun og hugleiðsla. Hver tími endar á djúpri og góðri slökun.

kolbrunt@mmedia.is

kristbjorg_port.jpg

Kristbjörg E. Kristmundsdóttir

Kristbjörg fékk fyrst jógakennararéttindi 1992 frá Kripalu Center Massachusetts. Tveimur árum síðar var hún komin í vöggu jógavísindanna á Indlandi í dýpra nám. Síðan þá hefur hún sótt jóganámskeið út um allan heim og dvalið reglulega við lærdóm og ástundun, m.a. á Indlandi og í Bandaríkjunum. 

 

Kristbjörg er og verður alltaf nemandi í jógavísindunum og andlegur leitandi á "leiðinni heim." Fyrir tæplega tíu árum var Kristbjörg svo blessuð að hitta núverandi kennara sinn, Swami Sri Ashutosh Muni, en hann var vígður inn á jógaleiðina 19 ára gamall af sínum kennara. Muni er jógamunkur sem hefur helgað líf sitt rannsóknum á hinum fornu Vedísku ritum og eigin jógaástundun. Í dag kennir hann nemendum sínum þessi lifandi fræði með því að gefa þeim lyklana að hulinni visku þeirra svo nemendurnir geti sjálfir opnað inná skilning sinn miðað við hæfni sína hverju sinni.

 

Á síðustu árum hefur hluti framhaldsnáms í Jóga og blómadropaskóla Kristbjargar farið fram í Bandaríkjunum þar sem Kristbjörg og kennari hennar hafa kennt saman hin fornu fræði jógavísindanna.

 

Jóga- og blómadropaskóli Kristbjargar bíður uppá 240, 560, 800 og 1000 tíma jógakennaranám og er skráður hjá Yoga Alliance Professional.

 

http://kristbjorg.is/namid/jogakennaranam/

https://www.yogaallianceprofessionals.org/iceland/reykjav%C3%ADk/teacher-trainer/joga-blomadropaskoli-kristbjargar

Kristbjörg er einnig menntaður lithimnufræðingur og naturopath frá School of Natural Medicine í Bolder í Bandaríkjunum, auk þess að hafa árum saman unnið að því að búa til og þróa íslenska blómadropa undir handleiðslu náttúrunnar sjálfrar.

Kristbjorg.is

kristbjorg@kristbjorg.is

Kristín Björg Hallbjörnsdóttir.jpg

Kristín Björg Hallbjörnsdóttir

Kennararéttindi í Rope jóga frá Guðna Gunnarsyni,  2004

Kennararéttindi í Hata jóga frá Guðjóni Bergmann og Indverjanum Shandi Deesay,  2007

Blómatherapíu nám frá Kristbjörgu Elínu  Kristumundsóttir, ( jógísfræði og therapía með náttúrudropum)

Farið í gegnum  5 Rhythms, Moves into Consciousness námskeið  með Alain Allard,  2005

Kennararéttindum í meðgöngujóga, 2015 frá jógastöðinni Andartak. Aðalkennarar Carolyn Cowan og Satya Kaur.

Mörg námskeið er fjalla um rétt matarræði hjá Þorbjörgu Hafsteinsdóttir, Sólveigu Eiríksdóttir og DavíðKristinsson                                                                                             

Mörg önnur námskeið er koma inn á heilbrigði líkama og sálar.

Krístín Björg er líka lærður nuddari og vinnur með heita og kalda bakstra ásamt köldum og heitum steinum og teygjum á viðkomandi. Einnig er hún snyrtimeistari.

kristin-bjorg@hotmail.com

image1.jpeg

Kristín Jóhannesdóttir

Kristín lauk 270 stunda yogakennaranámi undir handleiðslu Ástu Arnardóttur hjá Yogavin í mars 2022

kristinjohannes63@gmail.com

Kristín Sjöfn Valgeirsdóttir.jpg

Kristín Sjöfn Valgeirsdóttir

Jógakennaranám hjá Yoga studio 2001 (Jógaskólinn) Ilmolíufræðingur frá Aromatherapyskóla Íslands – Lífsskólanum 2004-2006. Nám: Ilmolíufræðingur og jógakennari. 

 

kristinsjofn@simnet.is

Kristrún Lárusdóttir Hunter.png

Kristrún Lárusdóttir Hunter

Kristrún Lárusdóttir Hunter útskrifaðist úr 200 klukkustunda Hatha jóga kennaranámi frá Light Yoga Warriors undir handleiðslu Ágústu Kolbrúnar og Söru Maríu Júlíudóttur í desember 2019. Hún lauk svo 10 klukkustunda námskeiði í gongspili hjá Arnbjörgu Kristínu Konráðsdóttur í kjölfarið. Síðan þá hefur hún kennt bæði hefðbundna Hatha jógatíma ásamt því að kenna eldriborgurum rólega morguntíma. Kristrún hefur dálæti á tónlist og elskar að taka þátt og halda möntru-og kakóhringi. Kristrún er reglusöm rólyndis kona sem þrífst á sköpunarkrafti sínum og starfar einnig sem arkitekt og söngkona.

kristrunhunter@gmail.com

334942019_182210921190103_6478862586336494790_n.jpeg

Lára Eyjólfsdóttir

Lára lauk jógakennaranámi árið 2018 frá Jógastúdíó. Lauk kennaranámi í Yin Yoga hjá Josh Summers árið 2019, Yoga Nidra hjá Kamini Desai árið 2020 og Child play barnajóga hjá Gurudass Kaur 2019. Kennir jóga á Tálknafirði meðal annars jóga og núvitund í Tálknafjarðarskóla.

Lilja Guðjónsdóttir.jpg

Lilja Guðjónsdóttir

Útskrifaðist frá Guðjóni Bergmann sem jógakennari árið 2009, eftir 200 tíma jóganám byggt á stöðlum Yoga Allince í Bandaríkjunum. Hef stundað jóga frá árinu 2001 samhliða öðrum íþróttum. Tel að jógaiðkun eigi samleið með öllum íþróttagreinum, að hægt sé að bæta árangur í íþróttum með því að iðka jóga samhliða öðrum æfingum.

 

orkujoga@gmail.com

Lovísa Rut Ólafsdóttir.jpg

Lovísa Rut Ólafsdóttir

Jógakennari

bottom of page