top of page
Aðalheiður Jónsdóttir.jpg

Aðalheiður Jónsdóttir

Aðalheiður lauk Hatha Yoga kennaranámi hjá Ásmundi Gunnlaugssyni í janúar árið 2001. Auk þess hefur hún tekið fjöldamörg helgarnámskeið hjá bæði innlendum og erlendum jógakennurum, sem hafa komið hingað til lands.

 

Að jógakennaranámi loknu hóf hún kennslu fyrir fullorðna á Flúðum, allt til ársins 2013. Um tíma kenndi hún einnig í Reykholti í Bláskógabyggð. Auk þess kenndi hún jóga í Flúðaskóla í nokkur ár, bæði sem valgrein á unglingastigi – og krakkajóga á yngsta stigi. 2012 – 2013 bauð hún upp á jóga fyrir eldri borgara í Hrunamannahreppi og einnig hélt hún nokkur námskeið í útijóga.

Andrea Laufey Jónsdóttir.jpg

Andrea Laufey Jónsdóttir

Andrea útskrifaðist sem jógakennari árið 2012 frá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar í Lakhulis og Rajajóga – sem felur í sér alla átta limi jógafræðanna og þar sem hindrunum okkar er umbreytt með kærleika, gleði, innri frið, og heilbrigði.

Andrea hefur starfað í 14 ár með börnum á öllum aldri og hefur hug á að bjóða upp á barnajóga námskeið í náinni framtíð. Einnig hefur Andrea sótt ýmis styttri námskeið tengd jóga, dansi, mannrækt og stundað líkamsrækt í 24 ár. Andrea er líka Fitt Pilates kennari og tekur að sér að kenna stólajóga.

Andrea Elín Vilhjálmsdóttir.jpg

Andrea Elín Vilhjálmsdóttir

Andrea lauk 240 tíma yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin árið 2010 og í framhaldinu sótti hún kennaranámskeið í krakkayoga hjá Gurudass Kaur Kalsa árið 2011. Andrea starfaði um tíma á Sælukoti, leikskóla Ananda Marga Jóga á Íslandi og kenndi þar eins til tveggja ára gömlum börnum. Hún hefur einnig starfað hjá Möguleikhúsinu í listsmiðju fyrir 7-12 ára og leitt námskeið fyrir börn á aldrinum 4-12 ára í Yogavin. Einnig hefur Andrea kennt rólegt yoga með áherslu á núvitund í Yogavin, Nordica spa og Háskóla Reykjavíkur. Andrea er með BA frá Sviðhöfundabraut Listaháskóla Íslands og BA í Þjóðfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur stundað yoga og hugleiðslu frá árinu 2008 og er í stjórn Félags um vipassana hugleiðslu , hefur setið nokkrar styttri kyrrðarvökur á vegum félagsins og var umsjónarmaður kyrrðarvöku með Sharda Rogell 2015. Árið 2012 lagði hún ástundun á fjarnám í theravada buddhiskri hugleiðslu og sat sjö daga kyrrðarvöku með kennurunum Kittisaro og Thanissara á Gaia House á Englandi.

71811565_389713998642217_439101811495167

Andrea Ævarsdóttir

Andrea útskrifaðist með 200 klst. jógakennararéttindi frá Light Yoga Warriors í desember 2019 undir handleiðslu Ágústu Kolbrúnar Jónsdóttur og Söru Maríu Júlíudóttur. Andrea er einnig bókasafns- og upplýsingafræðingur. "Ég hef haft áhuga á jóga og hugleiðslu í fjöldamörg ár, en fann aldrei rétta tímann til að fara í jógakennaranám fyrr en að ég skildi í maí 2019. Þá fann ég að ég vildi dýpka skilning minn á sjálfri mér og að kafa í jógafræðin opnaði nýjar víddir í sjálfsást og skilningi á sjálfri mér og lífinu í heild. Ég vil að jóganám mitt nýtist sem dyr inn í nýtt líf, fyllt af kærleika og umburðarlyndi til allra lifandi vera."

andrea.aevars@gmail.com

28503_123773350970075_4880026_n_edited.j

Angela Haydarly

Angela útskrifaðist sem jógakennari 2022 úr jógakennaranámi Ástu Arnadóttur í Yogavin. Lauk hún samtímis kennaranámi í Yoga Nidra og Pranayama hjá Matsyendra Sarasvati. Árið 2023 fékk Certification í Yoga Nidra hjá Kamini Desai.

Anna_Helga_Björnsdóttir.jpg

Anna Helga Björnsdóttir

Lauk jógakennaranámi árið 2015 undir handleiðslu Ástu Maríu Þórarinsdóttur hjá Amarayoga. Lauk barnajóganámskeiði, Radiant Child Yoga með Shakta Khalsa, sama ár. Kennir Hot Yoga í Hreyfingu Heilsulind.

Anna Margrét Ólafsdóttir.jpg

Anna Margrét Ólafsdóttir

Anna Margrét Ólafsdóttir útskrifaðist sem jógakennari haustið 2014 frá Jógastúdíó. Hún kennir Hatha jóga þar og í Om setrinu Reykjanesbæ. Einnig kennir hún parajóga í Om setrinu. Hún lauk námskeiði í barnajóga hjá Gurudass Kaur 2015. Sjá upplýsingar hér: www.facebook.com/onnujoga.

annamargretjoga@gmail.com

Screenshot 2023-05-10 at 21.22.21.png

Anna María Sigurðardóttir

Ég er fædd og uppalin á Akranesi en við fjölskyldan höfum búið í Garðabæ síðastliðin 16 ár og við maðurinn minn höfum alið þar þrjú dásamleg börn. Fimleikar er minn bakgrunnur sem ég stundaði af miklum krafti. Eftir að ég hætti í fimleikum fann ég aldrei þá hreyfingu sem ég leitaði eftir en fyrir 13 árum kynntist ég jóga og þarfann ég mig. Þar opnaðist nýr heimur fyrir mér sem er erfitt að lýsa. Að iðka jóga nærir mig bæði líkamlega og andlega. Ég hef brennandi áhuga á að kenna börnum jóga þar sem þau eru svo opin og dásamleg. Ég ferðaðist til Balí í mánaðar yogkennarnám í Ubud. Ein fallegasta lífsreynsla sem ég hef upplifað var að fara djúpt inn í asana hreyfingar og jógafræðina þar. Að opna Yogavitund er mitt markmið og mín leið til að deila minni lífsreynslu sem hefur gert svo gott fyrir mig og gefið mér svo mikið, til annara. Jóga er ekki bara jóga heldur er það næring fyrir líkamann og sálina sem róar taugakerfið. Ég hlakka mikið til að vinna með ykkur og deila þeirri reynslu áfram sem ég hef fengið og það sem jóga hefur kennt mér. Yoganámsferill: • Yogakennaranám. Yogavin 200 klst. Nám 2021 • Yogakennaranám: Sacred Paths Yoga Balí 200 klst. Yoga theacher training 2023 • Kennaranámskeið í krakkayoga : Guðbjorg Arnardóttir Kramhúsið 2022 • Krakkakennaranám: Childplay 2023 Jógasetrið ehf. • Stólayoga og kennarnám 60 ára og eldri: Guðrún Reynisdóttir Karma Jógastúdíó ehf. • Bandvefslosun og bandvefsteygjur kennaranám ágúst 2021. Karma jogastúdíó ehf.

IMG-2032.jpg

Arnar Gauti Finnsson

Namaste, Arnar Gauti er Hatha Vinyasa jógakennari sem hefur lokið 200 klst jógakennaranámi, undir leiðsögn Gitta Durga Wick. Yoga er hluti af lífinu og þá ekki eingöngu Asanas.

Arnbjörg_Finnbogadóttir.jpg

Arnbjörg G. Finnbogadóttir

Hefur stundað yoga frá 2000 og dvalið á yogastöðinni Kripalu Center í Bandaríkjunum. Jógakennari frá Yoga Stúdió árið 1997 R 200. Kennir yoga í Sporthúsinu síðan 2012. oaching/lifsþjálfi, frá Itsnlp London 2006-2007. Brautargengi 2005. Svæðameðferðafræði frá Svæðanuddskóla Þórgunnu Þórarinsdóttur árið 2000. NLP – Practitioner og Master nám árið 2002  (neuro, linguistic, programming) undirmeðvitundarfræði. Arnbjörg hefur sótt fjölda námskeiða í yoga og mannlegum samskiptum. LEVITyOGA R 200 kennaranám 2018 hjá Peter Sterios E-RYT 500 og James Bailey RYT 500 í Somerset Englandi.

arnbjorg@gmail.com

Arnbjorg_lautin.jpeg

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir

Ég er búin að læra 200 klst Centered Hatha yoga hjá Samahita í Tælandi, 200 klst Kundalini yogakennararéttindi hjá

Jógasetrinu, Yoga nidra hjá Maytsendra, 100 klst Vinyasa Krama kennararéttindi hjá Shrivatsa Ramaswami, 200 klst Radiant Child Fjölskylduyogakennararéttindi, 200 klst yogakennararéttindi hjá Arielle Nash (Ashtanga Yoga Victoria), byggt á Ashtanga Yoga.

Childplay barnayogakennararéttindi, Yoga for Youth yoganámskeið hjá One Yoga í Kanada og hef tekið fjölda styttri námskeiða ss Yin Yoga hjá Jennifer Raye, námskeið um Ashtanga Yoga hjá Harmony Slater og Laruga Glaser. Einnig sótti ég stutt námskeið hjá Jon Kabat Zinn og Myla Kabat-Zinn um núvitund í uppeldi. Ég hef bætt við mig fróðleik um meðgönguyoga hjá Alice Rawsthorne og Jessicu Fleming ásamt því að vera að ljúka Doulunámi.

Á undanförnum árum varð HAF Yoga til hérlendis eftir nám hjá AEA í vatnsþjálfun til að auðvelda fólki að yfirfæra yoga

í vatn. Kennaranám hefur verið starfrækt í því sl 6 ár á Heilsustofnun í Hveragerði, það er alþjóðlega viðurkennt

af Yoga Alliance sem 200 klst sérnám í yoga. Á vorönn sinni ég kennslu á meðgönguæfingum í Akureyrarlaug sem hentar

viðkvæmu stoðkerfi barnshafandi einstaklinga. Ég hef tekið þátt í skipulagningu Hugleiðsludags unga fólksins og góðgerðarstarfi fyrir ungmenni á Íslandi sl 8 ár og hlakka til að halda áfram að vinna að því góða verkefni með samstarfsfólki mínu. Einnig kenni ég yogaval fyrir unglinga á Akureyri sem stendur og yogatíma við Háskólann á Akureyri fyrir nemendur og starfsfólk.


Í dag er ég með lítið heimastúdíó sem kallast Ómur Yoga & Gongsetur (Lyngholti 20) og sinni þar kennslu á gong og almennt um hljóðheilun ásamt kennslu í yogaflæði og yoga nidra slökunartíma fyrir litla hópa fólks. Ég er nemi í

Háskólanum á Akureyri í Iðjuþjálfun.

www.hafyoga.com

hafyoga@gmail.com

Auður Bjarnadóttir.jpg

Auður Bjarnadóttir

Auður hefur stundað jóga frá árinu 1992. Árið 1999 tók hún sitt fyrsta kennarapróf, hatha/ashtanga í “Mount Madonna” í Kaliforníu. Meðgöngujóganámið hófst í Seattle árið 2000, á Kripalu Center árið 2002 og hjá hinni víðfrægu Gurumukh ‘Khalsa Way’ árið 2005. Auður útskrifaðist sem Kundalini jógakennari árið 2005 í New Mexico. Auður er einnig með kennararéttindi í Yoga Nidra frá Amrit Institute í Florida og útskrifaðist sem Dáleiðslutæknir haustið 2012 frá The International School of Clinical Hypnosis. Auður hefur sérhæft sig í meðgöngujóga og fæðingarfræðum og hefur verið í Doula námi (aðstoðarkona í fæðingum) hjá Hönd í Hönd frá 2011. Hún er í framhaldsnámi í Kundalini jóga og sömuleiðis Sat Nam Rasayan heilunarnámi.

Auður hefur kennt í Jógasetrinu frá 2002:  Kundalini jóga, Hatha, Yoga Nidra, meðgöngujóga, mömmujóga og krakkajóga. Árið 2000-2001 sá Auður um Krakkajóga í Stundinni okkar. Auður hefur haldið utan um ýmis námskeið í Jógasetrinu, ma. Kennarnám í Kundalini Jóga og fleiri fjölbreytt námskeið.

jogasetrid.is

Yoga by the Sea

Auður C. Sigrúnardóttir

Auður útskrifaðist úr 200 tíma jógakennaranámi frá Amarayoga undir handleiðslu Ástu Maríu Þórarinsdóttur árið 2021. 

audursi@gmail.com

Ágústa Hildur Gizurardóttir.jpg

Ágústa Hildur Gizurardóttir

Útskrifaðist frá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar í nóvember 2009.Tók kennaranám í Lakhulis og Raja jóga. Í Raja jóga umbreytum við hindrunum okkar með kærleika, umburðarlyndi og gleði. Hef stundað nám í heilbrigðum lífsstíl og lifandi fæði, Tók námskeið í barnajóga hjá Gurudass Kaur 2011. Tók kennararéttindi í Shake Your Soul, The Yoga of Dance hjá Leven Institute for Expressive Movement í janúar 2013.

jogamedagustu@gmail.com

Yoga by the Sea

Ágústa Gunnarsdóttir

Ágústa lærði jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann og Yogi Shanti Desai eftir 200 stunda nám byggt á stöðlum Yoga Alliance í Bandaríkjunum.

2018-02-19_09h40_44.png

Ágústa Roberts

Ég útskrifaðist frá Guðjóni Bergmann og Shanti Desai 2007

agustajoga@gmail.com

Alfhildur.jpeg

Álfhildur Guðlaugsdóttir

Álfhildur er kennari við jógaskóla OM setursins í Reykjanesbæ. Hún er lærð í Multi Style jóga, Hatha, Ashtanga, Vinyasa og Restorative ásamt því að hafa rétt í að kenna jógadans. Hún hefur tekið hin ýmsu námskeið í USA, Indlandi og hérlendis. Sutra 1.2 Yogas citta vrtti nirodhah er uppáhalds sutran hennar þ.s. hún segir allt um jóga. 

alfhildur@omsetrid.is

Yoga by the Sea

Ása Guðmundsdóttir

asgerdur.jpg

Ásgerður K. Gylfadóttir

Ásgerður lauk 240 tíma yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin 2016. Hún kennir yoga í Hornhúsinu sem er jóga og sjálfsræktarmiðstöð á Höfn í Hornafirði. Ásgerður er einnig menntaður BS hjúkrunarfræðingur frá HÍ, með diplomanám í heilsugæslu frá HÍ og er leiðbeinandi í almennri skyndihjálp RKÍ.

Áslaug Höskuldsdóttir.jpg

Áslaug Höskuldsdóttir

Áslaug hefur kennt yoga frá árinu 1992. Hún lauk yogakennaraprófi frá Kripalu Center og hefur kennt yoga að staðaldri síðan.

Hún var ein af aðalkennurum Jógastöðvarinnar Heimsljós frá árinu 1992-98. Hún hefur kennt yoga í Mosfellsbæ frá árinu 1998, í Kramhúsinu og Jógastöð Vesturbæjar frá árinu 2003.

Ásta Arnardóttir.jpg

Ásta Arnardóttir JKFÍ-E-RYT-500

Ásta hefur kennt yoga frá 1999. Hún er menntuð leikkona, leiðsögukona og yogakennari og lauk RYS 200 yogakennaranámi frá Kripalu Center for Yoga and Health 1999, Yin Yoga kennarnám hjá Sarah Powers 2013, Total Yoga
Nidra Teacher Training hjá Uma og Nirlipta Tuli í Yogavin 2014 , 300 RYS Brahmaniyoga Level II Teacher Training hjá Julie Martin 2016, Yoga Nidra Teacher training hjá Matsyandra í Yogavin 2017, Pranayama Teacher Training Matsyandra Yogavin 2022 og stundaði nám í yoga raddarinnar Sri Vidya hefðinni með Russil Paul 2019. Ásta er stofnfélagi Félags um
vipassana hugleiðslu, situr í stjórn félagsins og hefur haldið kyrrðarvökur á þess vegum frá 2011. Hún hefur stundað vipassana hugleiðslu frá 1997 og farið reglulega á kyrrðarvökur (silent retreat) til Gaia House, Spirit Rock Meditation Center og IMS en þar tók hún þátt í 3 mánaðar kyrrðarvöku haustið 2013. Ásta hefur allt frá árinu 1998 tekið virkan þátt í náttúruvernd. Hún skipulagði á árunum 2002 – 2015 ferðir um hálendisvíðernin með yoga í fjallasal. Með ferðunum var vakin athygli á mikilvægi þess að vernda lífríki jarðar. Ásta var tilnefnd til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2009. Hún sat í stjórn Jógakennarafélags Íslands 2005-2007. Ásta opnaði Yogavin 2014 og kennir vinyasa,yin yoga, yoga nidra, tónheilun, yoga raddarinnar, hugleiðslu og ýmis námskeið. Hún hefur kennt yogakennaranám frá árinu 2010.

 

www.this.is/asta

Yoga by the Sea

Ásta Bárðardóttir

Yoga by the Sea

Ásta María Hjaltadóttir

Lauk 200 klst jógakennaranámi hjá Amarayoga vorið 2020. 

asta2910@gmail.com

Ásta María Kristinsdóttir mynd.jpg

Ásta María Kristinsdóttir

Ásta María útskrifaðist 2022.

hmmmm2.jpg

Ásta María Þórarinsdóttir JKFÍ-E-RYT-500

Ásta María Þórarinsdóttir,  JKFÍ R-500. Stofnandi og eigandi Amarayoga, Strandgötu 11, Hafnarfirði.

Formaður Jógakennarafélags Íslands 2008-2013. Sjá nánari upplýsingar á amarayoga.is

amarayoga@gmail.com

329845709_930758538282478_775368927571783408_n.jpeg

Ásta Þórarinsdóttir

Rekur jógastúdíóið Yoga&Heilsa ehf. ásamt Ásu Sóleyju Svavarsdóttur. Kenni Hatha, Vinyasa, Yin, Restorative, Meðgöngu- og mömmujóga. Útskrifaðist frá Yogaworks 200YTT árið 2018. Hefur síðan lokið við 4 Yin jógakennaranám (David Kim, Bernie Clarke og Beta Lisboa, samtals 150 klst) og meðgöngujógakennaranám (The Dolphin Method RPYS) ásamt fjölda kúrsa m.a. hjá Bex Tyrer, Tom Myers og Paul Grilley.

berglind.png

Berglind Skúladóttir

Berglind Skúladóttir útskrifaðist með 200 tíma Hatha jógakennararéttindi frá Vikasa í Tælandi undir handleiðslu Orkustöðvarinnar í Rekjanesbæ í maí 2021. Það var þá sem hún féll fyrir Jóga og hefur síðan þá bætt við sig 50 tímum í Yin Yoga frá Alicia Casillas 2021, 50 tímum í Yin Yoga hjá Salvöru Davíðs í Yoga Shala okt 2023, 65 tímum í Yoga Nidra hjá Kamini Desai í nóv 2021 og 32 tímum í Jóga Nidra Advanced hjá Kamini Desai í nóv 2023, trauma Informed 200 tíma kennararéttindi frá Yoga school Institute í des 2023 ásamt því að hafa lært að spila á Gong hjá Arnbjörgu Konráðs með grunn og framhaldsnámskeiði. Berglind hefur farið á námskeiðið Jóga við áfallasögu hjá Guðrúnu Reynis og námskeiðið Jóga og áfallastreita hjá Nichole Witthoefft.

Bergný Dögg Sophusdóttir.jpg

Bergný Dögg Sophusdóttir

Jóga kennari

846.JPEG

Bergþóra Ólafsdóttir

Bergþóra útskrifaðist úr Hafyoga undir leiðsögn Arnbjargar Konráðsdóttur vorið 2017 en námið var 200 tímar. Einnig hefur Bergþóra lokið 200 tíma námi frá Amarayoga undir leiðsögn Ástu Maríu Þórarinsdóttur vorið 2019. Hún hefur kennt yoga í vatni síðan 2018. 

bessyolafs@gmail.com

Bjargey Aðalsteinsdóttir.jpg

Bjargey Aðalsteinsdóttir JKFÍ-RYT-500

Útskrifaðist sem  jógakennari 4.des. 2010 frá jógaskóla Ástu Arnard. í Lotussetrinu. Lauk 36 tíma Pathway to Yoga, instructor training, London, UK. Lauk meðgönguyoga frá Tri Yoga Studio London. UK. Lauk Prenatal Yoga Teacher Training frá OM Yoga, New York, NY. Lauk námi við Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni 1992 og fór strax sama haust í mastersnám í íþróttavísindum í Bandaríkjunum.  Að námi loknu kom ég heim og stofnaði Þokkabót. Ég fór í Kennaraháskóla Íslands og kláraði heimilsfræði árið 2000, var erlendis árin 2001-2002 og stundaði þá fjarnám í indverskri næringafræði (Ayurveda). Lauk 300 tíma viðbótarnámi sem gefur 500 tíma skv. stöðlum JKF í janúar 2015. Fór á Yoga Games ráðstefnur 2015 og 2016 í Stokkhólmi.  Lauk Cleanse and flow workshop í London, febrúar, 2017. Lauk  Learn & teach: partner assisted arm balances & inversions, mars, London, 2017. 

 

bjargey@hotmail.com

bjarney.jpeg

Bjarney Kristrún Haraldsdóttir

Bjarney lauk fyrsta kennaranámi sínu í 200 klst Kundalini yoga hjá Andartak. Í framhaldi af því hefur hún lokið kennaranámi í Yin jóga hjá Karma og Jógaskólanum, Yin Fascial jóga hjá Beta Lisboa, Yoga nidra hjá Amrityoga Institute og 200 klst Haf yoga kennararéttindi hjá Haf Yoga og krakkajógakennararéttindi/Childplay Yoga hjá Gurudass Kaur Khalsa. Hún hefur einnig menntað sig sem flotmeðferðaraðili hjá Flothettu og lokið kennaranámi í Foamflex og í Body Reroll hjá Heklu Guðmunds. Hún hefur sótt ýmis námskeið í jóga, öndun, hugleiðslu og gongspilun Hún er menntaður sjúkraliði og félagsfræðingur. Kenni hjá Yogahúsinu í Lífsgæðasetrinu í Hafnarfirði.

 

bkristrun@gmail.com

briet_edited.jpg

Bríet Birgisdóttir

Bríet útskirfaðist fyrst sem jógakennari frá YogaWorks 2015 í Osló (200tímar), Iyengarjóga grunnnám frá Janne Brattli í Osló 2016 (100tímar), Meðgöngujóga hjá Yogamama í 2016 Osló (85 tímar) YogaWorks frá Stokkhólmi 2017 (300tímar), YogaMind 2019 í Ástralíu Iyengarjóga (250 tímar). Yin Yoga hjá YogaWise (30 tímar) og Yin Yoga framhald (20 tímar). Bríet hefur verið aðstoðarkennari í 200 tíma kennaranámi YogaWorks með David Kim og Önnu Zorsou. Hún hefur einnig verið aðstoðarkennari í Yin yoga hjá YogaWise með David Kim. Hún kennir og stundar að mestu Iyengarjóga. Aðsetur að mestu í jógasal Ljósheima - en getur verið breytilegt.

Bryndís_Kjartansdóttir.jpg

Bryndís Guðmundsdóttir

Útskrifaðist frá Guðjóni Bergmann í desember 2002, var í fyrsta hópnum sem hann útskrifaði, ég tók þolfimiþjálfarapróf frá fimleikasambandi Íslands árið 1995, Lesmills kennarapróf í janúar 2007.

bryndis@vs.is

Bryndís Ólafsdóttir.jpg

Bryndís Ólafsdóttir

Útskrifaðist sem jógakennari árið 2009 frá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar, eftir 240 tíma kennaranám í Lakhulis og Rajajóga – sem felur í sér alla átta limi jógafræðanna og þar sem hindrunum okkar er umbreytt með kærleika, umburðarlyndi og gleði. Bryndís er einnig menntaður meðgöngujógakennari (2009) frá Seattle Holistic Center í Bandaríkjunum og kennir hún meðgöngujóga í Garðabæ sjá medgongujoga.is. Bryndís er með krakkajógakennararéttindi/Childplay Yoga by Gurudass Kaur Khalsa.

bryndis@medgongujoga.is

Brynja_Bjarnadóttir.jpg

Brynja Bjarnadóttir

Brynja Bjarnadóttur útskrifaðist sem Yogakennari frá Maui Yoga Shala, Hawaii, sumarið 2014. Hún starfar sem Yogakennari í Sporthúsinu Reykjanesbæ og kennir þar Morgun Yoga, Vinyasa Flow, Hot Vinyasa, Hlýtt yoga og Hot yoga. 

bottom of page