Þann 3. apríl fór fram Aðalfundur félagsins. Fyrir utan hefðbundin mál var kosið í stjórn til næstu tveggja ára (upplýsingar um stjórn má nálgast undir flipanum “um félagið” hér að ofan). Á aðalfundinum var kynnt sú breyting að frá og með 1. september 2016 munu eingöngu fá inngöngu í félagið þeir jógakennarar sem útskrifast hafa frá skólum sem viðurkenndir eru af Jógakennarafélagi Íslands eða Yoga Alliance. Í vetur var þeim jógakennurum sem eru að útskrifa kennara send eyðublöð til útfyllingar og þegar þeim hefur verið skilað inn og gögn yfirfarin og staðfest af stjórn félagsins, verða þeir skólar skráðir á heimasíðu félagsins sem viðurkenndir skólar. Þannig geta þeir sem hyggja á jógakennaranám séð hvaða skólar á Íslandi eru viðurkenndir af félaginu.
top of page
bottom of page
Comments