top of page

Hér má finna nöfn og upplýsingar um félagsmenn Jógakennarafélags Íslands

Aðalheiður Jónsdóttir.jpg

Aðalheiður Jónsdóttir

Aðalheiður lauk Hatha Yoga kennaranámi hjá Ásmundi Gunnlaugssyni í janúar árið 2001. Auk þess hefur hún tekið fjöldamörg helgarnámskeið hjá bæði innlendum og erlendum jógakennurum, sem hafa komið hingað til lands.

 

Að jógakennaranámi loknu hóf hún kennslu fyrir fullorðna á Flúðum, allt til ársins 2013. Um tíma kenndi hún einnig í Reykholti í Bláskógabyggð. Auk þess kenndi hún jóga í Flúðaskóla í nokkur ár, bæði sem valgrein á unglingastigi – og krakkajóga á yngsta stigi. 2012 – 2013 bauð hún upp á jóga fyrir eldri borgara í Hrunamannahreppi og einnig hélt hún nokkur námskeið í útijóga.

Andrea Laufey Jónsdóttir.jpg

Andrea Laufey Jónsdóttir

Andrea útskrifaðist sem jógakennari árið 2012 frá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar í Lakhulis og Rajajóga – sem felur í sér alla átta limi jógafræðanna og þar sem hindrunum okkar er umbreytt með kærleika, gleði, innri frið, og heilbrigði.

Andrea hefur starfað í 14 ár með börnum á öllum aldri og hefur hug á að bjóða upp á barnajóga námskeið í náinni framtíð. Einnig hefur Andrea sótt ýmis styttri námskeið tengd jóga, dansi, mannrækt og stundað líkamsrækt í 24 ár. Andrea er líka Fitt Pilates kennari og tekur að sér að kenna stólajóga.  

Andrea Elín Vilhjálmsdóttir.jpg

Andrea Elín Vilhjálmsdóttir

Andrea lauk 240 tíma yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin árið 2010 og í framhaldinu sótti hún kennaranámskeið í krakkayoga hjá Gurudass Kaur Kalsa árið 2011. Andrea starfaði um tíma á Sælukoti, leikskóla Ananda Marga Jóga á Íslandi og kenndi þar eins til tveggja ára gömlum börnum. Hún hefur einnig starfað hjá Möguleikhúsinu í listsmiðju fyrir 7-12 ára og leitt námskeið fyrir börn á aldrinum 4-12 ára í Yogavin. Einnig hefur Andrea kennt rólegt yoga með áherslu á núvitund í Yogavin, Nordica spa og Háskóla Reykjavíkur. Andrea er með BA frá Sviðhöfundabraut Listaháskóla Íslands og BA í Þjóðfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur stundað yoga og hugleiðslu frá árinu 2008 og er í stjórn Félags um vipassana hugleiðslu , hefur setið nokkrar styttri kyrrðarvökur á vegum félagsins og var umsjónarmaður kyrrðarvöku með Sharda Rogell 2015. Árið 2012 lagði hún ástundun á fjarnám í theravada buddhiskri hugleiðslu og sat sjö daga kyrrðarvöku með kennurunum Kittisaro og Thanissara á Gaia House á Englandi.

71811565_389713998642217_439101811495167

Andrea Ævarsdóttir

Andrea útskrifaðist með 200 klst. jógakennararéttindi frá Light Yoga Warriors í desember 2019 undir handleiðslu Ágústu Kolbrúnar Jónsdóttur og Söru Maríu Júlíudóttur. Andrea er einnig bókasafns- og upplýsingafræðingur. "Ég hef haft áhuga á jóga og hugleiðslu í fjöldamörg ár, en fann aldrei rétta tímann til að fara í jógakennaranám fyrr en að ég skildi í maí 2019. Þá fann ég að ég vildi dýpka skilning minn á sjálfri mér og að kafa í jógafræðin opnaði nýjar víddir í sjálfsást og skilningi á sjálfri mér og lífinu í heild. Ég vil að jóganám mitt nýtist sem dyr inn í nýtt líf, fyllt af kærleika og umburðarlyndi til allra lifandi vera."

andrea.aevars@gmail.com

Anna_Helga_Björnsdóttir.jpg

Anna Helga Björnsdóttir

Lauk jógakennaranámi árið 2015 undir handleiðslu Ástu Maríu Þórarinsdóttur hjá Amarayoga. Lauk barnajóganámskeiði, Radiant Child Yoga með Shakta Khalsa, sama ár. Kennir Hot Yoga í Hreyfingu Heilsulind.

Anna Margrét Ólafsdóttir.jpg

Anna Margrét Ólafsdóttir

Anna Margrét Ólafsdóttir útskrifaðist sem jógakennari haustið 2014 frá Jógastúdíó. Hún kennir Hatha jóga þar og í Om setrinu Reykjanesbæ. Einnig kennir hún parajóga í Om setrinu. Hún lauk námskeiði í barnajóga hjá Gurudass Kaur 2015. Sjá upplýsingar hér: www.facebook.com/onnujoga.

annamargretjoga@gmail.com

Aðalheiður Jónsdóttir

Aðalheiður lauk Hatha Yoga kennaranámi hjá Ásmundi Gunnlaugssyni í janúar árið 2001. Auk þess hefur hún tekið fjöldamörg helgarnámskeið hjá bæði innlendum og erlendum jógakennurum, sem hafa komið hingað til lands.

 

Að jógakennaranámi loknu hóf hún kennslu fyrir fullorðna á Flúðum, allt til ársins 2013. Um tíma kenndi hún einnig í Reykholti í Bláskógabyggð. Auk þess kenndi hún jóga í Flúðaskóla í nokkur ár, bæði sem valgrein á unglingastigi – og krakkajóga á yngsta stigi. 2012 – 2013 bauð hún upp á jóga fyrir eldri borgara í Hrunamannahreppi og einnig hélt hún nokkur námskeið í útijóga.

Andrea María Fleckenstein

Andrea María lauk Yogakennaranámi hjá Ástu Maríu Þórarinsdóttur haustið 2013. Hún starfar sem Yogakennari hjá líkamsræktarstöðinni Hress í Hafnarfirði. Þar hefur hún verið að kenna Warm Yoga, Hot Yoga og Mjúkt Yoga. Andrea er að ljúka námi í Háskóla Íslands sem Tómstunda og félagsmálafræðingur.

Andrea Laufey Jónsdóttir

Andrea útskrifaðist sem jógakennari árið 2012 frá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar í Lakhulis og Rajajóga – sem felur í sér alla átta limi jógafræðanna og þar sem hindrunum okkar er umbreytt með kærleika, gleði, innri frið, og heilbrigði.

Andrea hefur starfað í 14 ár með börnum á öllum aldri og hefur hug á að bjóða upp á barnajóga námskeið í náinni framtíð. Einnig hefur Andrea sótt ýmis styttri námskeið tengd jóga, dansi, mannrækt og stundað líkamsrækt í 24 ár. Andrea er líka Fitt Pilates kennari og tekur að sér að kenna stólajóga.  

Andrea Elín Vilhjálmsdóttir

Andrea lauk 240 tíma yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin árið 2010 og í framhaldinu sótti hún kennaranámskeið í krakkayoga hjá Gurudass Kaur Kalsa árið 2011. Andrea starfaði um tíma á Sælukoti, leikskóla Ananda Marga Jóga á Íslandi og kenndi þar eins til tveggja ára gömlum börnum. Hún hefur einnig starfað hjá Möguleikhúsinu í listsmiðju fyrir 7-12 ára og leitt námskeið fyrir börn á aldrinum 4-12 ára í Yogavin. Einnig hefur Andrea kennt rólegt yoga með áherslu á núvitund í Yogavin, Nordica spa og Háskóla Reykjavíkur. Andrea er með BA frá Sviðhöfundabraut Listaháskóla Íslands og BA í Þjóðfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur stundað yoga og hugleiðslu frá árinu 2008 og er í stjórn Félags um vipassana hugleiðslu , hefur setið nokkrar styttri kyrrðarvökur á vegum félagsins og var umsjónarmaður kyrrðarvöku með Sharda Rogell 2015. Árið 2012 lagði hún ástundun á fjarnám í theravada buddhiskri hugleiðslu og sat sjö daga kyrrðarvöku með kennurunum Kittisaro og Thanissara á Gaia House á Englandi.

andreavilhjalms@gmail.com

Anna Helga Björnsdóttir

Lauk jógakennaranámi árið 2015 undir handleiðslu Ástu Maríu Þórarinsdóttur hjá Amarayoga. Lauk barnajóganámskeiði, Radiant Child Yoga með Shakta Khalsa, sama ár. Kennir Hot Yoga í Hreyfingu Heilsulind.

Anna Margrét Ólafsdóttir

Anna Margrét Ólafsdóttir útskrifaðist sem jógakennari haustið 2014 frá Jógastúdíó. Hún kennir Hatha jóga þar og í Om setrinu Reykjanesbæ. Einnig kennir hún parajóga í Om setrinu. Hún lauk námskeiði í barnajóga hjá Gurudass Kaur 2015. Sjá upplýsingar hér: www.facebook.com/onnujoga.

annamargretjoga@gmail.com

Anna Lind Fells Snorradóttir

Anna Lind er lærð Hatha jógakennari frá Samma Karuna Awakening & Healing school í Tælandi. Hún kynntist jóga og fór að stunda það reglulega árið 2011 og líf hennar tók allt aðra stefnu. Anna Lind er lærður einkaþjálfari og telur það mjög mikilvægt að styrkja líkamann, sérstaklega fyrir fólk á miðjum aldri og eldra. Síðastliðin 4 ár hefur hún heillast mikið af hollu mataræði, aðallega plöntufæði, og er hún heilsumarkþjálfi frá Institute of Integrative Nutrition Health Coach í New York. Hún hefur sótt ýmis jóganámskeið, 5 daga hráfæðisnámskeið, fyrirlestra um heilsu ásamt því að stunda og farið á námskeið í kuldaþjálfun þar sem hún trúir því að ísböð geti haft frábær áhrif á líkamann. Annas Lind býður uppá fjarþjálfun og ýmis heilsuráð ásamt hollum uppskriftum á hemasíðu sinni www.likamiogheilsa.is.

Anna Lind er að kenna Hot Yoga í Reebok Fitness nokkrum sinnum í viku og heldur einnig sín eigin jóganámskeið. 

annafells@uglan.is

Anna Lin Steele

Arnbjörg G. Finnbogadóttir

Hefur stundað yoga frá 2000 og dvalið á yogastöðinni Kripalu Center í Bandaríkjunum. Jógakennari frá Yoga Stúdió árið 1997 R 200. Kennir yoga í Sporthúsinu síðan 2012. oaching/lifsþjálfi, frá Itsnlp London 2006-2007. Brautargengi 2005. Svæðameðferðafræði frá Svæðanuddskóla Þórgunnu Þórarinsdóttur árið 2000. NLP – Practitioner og Master nám árið 2002  (neuro, linguistic, programming) undirmeðvitundarfræði. Arnbjörg hefur sótt fjölda námskeiða í yoga og mannlegum samskiptum. LEVITyOGA R 200 kennaranám 2018 hjá Peter Sterios E-RYT 500 og James Bailey RYT 500 í Somerset Englandi.

arnbjorg@gmail.com

Auður Bjarnadóttir

Auður hefur stundað jóga frá árinu 1992. Árið 1999 tók hún sitt fyrsta kennarapróf, hatha/ashtanga í “Mount Madonna” í Kaliforníu. Meðgöngujóganámið hófst í Seattle árið 2000, á Kripalu Center árið 2002 og hjá hinni víðfrægu Gurumukh ‘Khalsa Way’ árið 2005. Auður útskrifaðist sem Kundalini jógakennari árið 2005 í New Mexico. Auður er einnig með kennararéttindi í Yoga Nidra frá Amrit Institute í Florida og útskrifaðist sem Dáleiðslutæknir haustið 2012 frá The International School of Clinical Hypnosis. Auður hefur sérhæft sig í meðgöngujóga og fæðingarfræðum og hefur verið í Doula námi (aðstoðarkona í fæðingum) hjá Hönd í Hönd frá 2011. Hún er í framhaldsnámi í Kundalini jóga og sömuleiðis Sat Nam Rasayan heilunarnámi.

Auður hefur kennt í Jógasetrinu frá 2002:  Kundalini jóga, Hatha, Yoga Nidra, meðgöngujóga, mömmujóga og krakkajóga. Árið 2000-2001 sá Auður um Krakkajóga í Stundinni okkar. Auður hefur haldið utan um ýmis námskeið í Jógasetrinu, ma. Kennarnám í Kundalini Jóga og fleiri fjölbreytt námskeið.

jogasetrid.is

Ágústa Hildur Gizurardóttir

Útskrifaðist frá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar í nóvember 2009.Tók kennaranám í Lakhulis og Raja jóga. Í Raja jóga umbreytum við hindrunum okkar með kærleika, umburðarlyndi og gleði. Hef stundað nám í heilbrigðum lífsstíl og lifandi fæði, Tók námskeið í barnajóga hjá Gurudass Kaur 2011. Tók kennararéttindi í Shake Your Soul, The Yoga of Dance hjá Leven Institute for Expressive Movement í janúar 2013.

jogamedagustu@gmail.com

Ágústa Gunnarsdóttir

Ágústa lærði jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann og Yogi Shanti Desai eftir 200 stunda nám byggt á stöðlum Yoga Alliance í Bandaríkjunum.

Ágústa Roberts

Ég útskrifaðist frá Guðjóni Bergmann og Shanti Desai 2007

agustajoga@gmail.com

Ása Guðmundsdóttir

asaangelita@hotmail.com

Ása Sóley Svavarsdóttir

Hef stundað yoga frá 2009. Byrjaði í Hot Yoga í World Class og stundaði það eingöngu til 2012 þegar ég byrjaði í Ashtanga Yoga í Yoga Shala. Útskrifaðist sem RYT200 yogakennari frá Yoga Shala í apríl 2013 undir handleiðslu Ingibjargar Stefánsdóttur. Kenni í Yoga Shala bæði Ashtanga Yoga og heita Vinyasa Yoga tíma.

Ásgerður K. Gylfadóttir

Ásgerður lauk 240 tíma yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin 2016. Hún kennir yoga í Hornhúsinu sem er jóga og sjálfsræktarmiðstöð á Höfn í Hornafirði. Ásgerður er einnig menntaður BS hjúkrunarfræðingur frá HÍ, með diplomanám í heilsugæslu frá HÍ og er leiðbeinandi í almennri skyndihjálp RKÍ.

Áslaug Höskuldsdóttir

Áslaug hefur kennt yoga frá árinu 1992. Hún lauk yogakennaraprófi frá Kripalu Center og hefur kennt yoga að staðaldri síðan.

Hún var ein af aðalkennurum Jógastöðvarinnar Heimsljós frá árinu 1992-98. Hún hefur kennt yoga í Mosfellsbæ frá árinu 1998, í Kramhúsinu og Jógastöð Vesturbæjar frá árinu 2003.

Áslaug Torfadóttir

Ég hef stundað jóga frá barnsaldri eftir að hafa komist í kynni við það á leikskólanum mínum sem rekinn var af Ananda Marga nunnum. Ég fór í Kundalini kennaranám árið 2016 og svo í 200 stunda Hatha jóganám hjá Maui Yoga Shala árið 2018. Einnig hef ég lokið námskeiði í orkustöðvajóga  hjá hjá Lauren Rudick hjá International Yoga Academy sem gildir 60 stundir uppí 300 tíma nám.

Ásta Arnardóttir JKFÍ R-500

Ásta er leikkona, leiðsögumaður og yogakennari að mennt. Hún lauk yogakennaraprófi frá Kripalu Center for Yoga and Health 1999 og opnaði ásamt Auði Bjarnadóttur Lótus jógasetur 2002. Hún hefur sótt fræðslu og iðkað yoga og hugleiðslu í Bandaríkjunum, Englandi og Indlandi. Ásta hefur stundað vipassana hugleiðslu m.a. á kyrrðarvökum (retreat) í Gaia House í Englandi og Spirit Rock Meditation Center í Bandaríkjunum og sótt fræðslu um lifandi fæði og hreinsun líkamans m.a. á Ann Wigmore Health Institude í Puerto Rico. Hún hefur haldið fjöldamörg námskeið í yoga, yogískum fræðum og heilbrigðum lífstíl. Ásta hefur allt frá árinu 1998 tekið virkan þátt í að efla meðvitund um mikilvægi þess að vernda lífríki jarðar. Hún hefur frá árinu 2002 skipulagt leiðangra um hálendisvíðernin og vakið athygli á fáséðum djásnum miðhálendisins. Í öræfaferðum með Ástu er fléttað inn grunnstefum yogavísindanna um lögmál náttúrunnar. Hún sat í stjórn Jógakennarafélags Íslands 2005-2007. Ásta var tilnefnd til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2009.

www.this.is/asta

Ásta Bárðardóttir

astabard@simnet.is

Ásta S. Ólafsdóttir

Ásta útskrifaðist sem jógakennari frá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar vorið 2015 og kennir jóga á Ásvöllum í Hafnarfirði. Ásta er heilsu- og lithimnufræðingur, blómadropameistari, og jurtagræðari. Sjá Ásta Sól - jurtir og jóga á facebook. Árið 1993 lauk Ásta BS Design prófi.

asta.olafsdottir@gmail.com

Ásta María Þórarinsdóttir JKFÍ R-500

Ásta María Þórarinsdóttir,  JKFÍ R-500. Stofnandi og eigandi Amarayoga, Strandgötu 11, Hafnarfirði.

Formaður Jógakennarafélags Íslands 2008-2013. Sjá nánari upplýsingar á amarayoga.is

amarayoga@gmail.com

Bergný Dögg Sophusdóttir

Birgitta Guðmundsdóttir

Birgitta Gudmundsdóttir útskrifaðist Ásmundi Gunnlaugssyni febrúar 2008 , 200 klst kennaraþjálfun viðurkennt nám af International Yoga Federation. April 2010 Hot Vinyasa kennaraþjálfun stig 2 og 3 hjá Jimmy Barkan Costa Rica. 60 klst kennsluþjálfun. Oktober 2010 útskrifaðist frá Jóga og blómadropaskóla Kristbjargar, 240 klst kennsluþjálfun.Viðurkennt nám af International Yoga Federation. Apríl 2011: jóga fyrir golfara, YFG frá Katherine Roberts í Arizona. Katherine hefur þróað og unnið i mörg ár með golfkennurum og atvinnu kylfingum.

Birgitta kennir jóga i Ljósinu og það sem á hug hennar allan er fjölskyldan, jóga, golf, veiði, skíði, göngur og öll útivera.

birgittagudmundsdottir@hotmail.com

Birna Markúsdóttir

Ég útskrifaðist með jógakennari í mai 2010 frá Guðjóni Bergmann, í samstarfi við World Class,  og er námið byggt á stöðlum Yoga Alliance. Ég hef kennt, frá mai 2010, opna jógatíma í World Class stöðvum þó aðallega í Spönginni.

Ég er með B.A. í þroskaþjálfun og hef starfað með fötluðu fólki í áratug af miklum áhuga og hugsjón. Stefnan er sett á frekara nám tengdu jóga og heilbrigðum lífstíl.

birnamar@simnet.is

Bjargey Aðalsteinsdóttir JKFÍ R-500

Útskrifaðist sem  jógakennari 4.des. 2010 frá jógaskóla Ástu Arnard. í Lotussetrinu. Lauk 36 tíma Pathway to Yoga, instructor training, London, UK. Lauk meðgönguyoga frá Tri Yoga Studio London. UK. Lauk Prenatal Yoga Teacher Training frá OM Yoga, New York, NY. Lauk námi við Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni 1992 og fór strax sama haust í mastersnám í íþróttavísindum í Bandaríkjunum.  Að námi loknu kom ég heim og stofnaði Þokkabót. Ég fór í Kennaraháskóla Íslands og kláraði heimilsfræði árið 2000, var erlendis árin 2001-2002 og stundaði þá fjarnám í indverskri næringafræði (Ayurveda). Lauk 300 tíma viðbótarnámi sem gefur 500 tíma skv. stöðlum JKF í janúar 2015. Fór á Yoga Games ráðstefnur 2015 og 2016 í Stokkhólmi.  Lauk Cleanse and flow workshop í London, febrúar, 2017. Lauk  Learn & teach: partner assisted arm balances & inversions, mars, London, 2017. 

bjargey@hotmail.com

Bryndís Guðmundsdóttir

Hlaut diploma sem kennari í Rope yoga frá Guðna Gunnarssyni 10. sept. 2006 og hef starfað sem Rope yoga kennari síðan. Hlaut diploma sem kennari í Yoga Nidra frá Amrit Yoga Institute 11. janùar 2015.

Bryndís Kjartansdóttir

Útskrifaðist frá Guðjóni Bergmann í desember 2002, var í fyrsta hópnum sem hann útskrifaði, ég tók þolfimiþjálfarapróf frá fimleikasambandi Íslands árið 1995, Lesmills kennarapróf í janúar 2007.

bryndis@vs.is

Bryndís Ólafsdóttir

Útskrifaðist sem jógakennari árið 2009 frá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar, eftir 240 tíma kennaranám í Lakhulis og Rajajóga – sem felur í sér alla átta limi jógafræðanna og þar sem hindrunum okkar er umbreytt með kærleika, umburðarlyndi og gleði. Bryndís er einnig menntaður meðgöngujógakennari (2009) frá Seattle Holistic Center í Bandaríkjunum og kennir hún meðgöngujóga í Garðabæ sjá medgongujoga.is. Bryndís er með krakkajógakennararéttindi/Childplay Yoga by Gurudass Kaur Khalsa.

bryndis@medgongujoga.is

Dagbjört Agnarsdóttir

Dagbjört lauk jógakennaranámi hjá Yogavin 2018. Menntuð læknir, er í sérnámi í geðlækningum síðan haust 2018.

daagn10@gmail.com

Drífa Atladótir

Ég er ein af þessum sem fór á byrjendanámskeið í jóga og fann að það var ekki aftur snúið, ég varð ástfangin af jóga. Jógaiðkun hefur veitt mér aðra sýn á lífið, hvað það hefur uppá að bjóða og hvernig ég tekst á við þau verkefni sem það færir mér. Ég lauk kennararéttindum hjá Guðjóni Bergmann árið 2007 og hef verið að kenna síðan. Opnaði Jógastúdíó árið 2010, það sama ár fór ég til Ecuador þar sem ég lagði stund á power/vinyasa jóga og lauk það  öðru kennaranámi.

Árið 2012 útskrifaði ég minn fyrsta jógakennarahóp og hef gert á hverju ári síðan.

Árið 2016 lét ég gamlan draum rætast og fót til Indlands í jógaparadísina Purple Valley þar sem ég iðkaði Ashtanga jóga á hverjum degi. Sem jógakennari finn ég hvað það er nauðsynlegt að huga vel að endurmenntun og hlaða batteríin öðru hvoru.

Árið 2018 fékk ég það tækifæri að kenna jóga í kakó pg jóga retreati í Guatemala sem var bæði mögnuð upplifun og lærdómur í kennslu og iðkun. 

Ég hef verið dugleg að sækja styttri námskeið erlendis sem og hér heima og hef numið af kennurum á borð við Rodney Yee, David Swenson, Shivu Rea, Darma Mittra, Shanti Desai,Saul David Reye, Jimmy Barkan, Sadi Nardini, Larugu Glaser og fleirum.

Sjálf legg ég mesta stund á hatha jæoha og vinyasa flæði og finnst æðislegt að blanda þessum aðferðum saman.

jogastudio.is

Dröfn Hreiðarsdóttir

Alþjóðleg jógakennararéttindi RYT-200 og meðlimur í Yoga Alliance.
Markvisst og eflandi jóga er frábær leið til að styrkja líkamann, auka liðleika, þjálfa öndun og úthald og öðlast hugarró.

Hatha Yoga - Jógaflæði öflugra æfinga til að styrkja líkamann - Jógastöður til eflingar huga og líkama - Hugleiðing - Öndunaræfingar - Slökun.

Yin Yoga kennaranám 2018 hjá Rise & Shine sem er alþjóðlega viðurkennt Yoga Alliance nám.

English: Internationally registered yoga teacher RYT200 of Yoga Alliance Association. Hatha-Yoga, Alignment-Oriented Yoga, Spiritually Yoga, Gentle Yoga, Restorative Yoga. Yin Yoga 2018 Yoga Alliance certified teacher training.
 

drofn@msn.com

Einar B. Ísleifsson

Jógakennaranám frá Kripalu Center árið 1995. Hef einnig sótt ýmis yoga námskeiða m.a. í Ashtanga yoga.

ebi@simnet.is

Elva Agnarsdóttir

Elva útskrifaðist sem jógakennari árið 2012 frá Jóga-og blómadropaskóla Kristbjargar í Lakhulis og Raja jóga – sem felur í sér alla átta limi jógafræðanna og þar sem hindrunum okkar er umbreytt með kærleika, gleði, innri frið, og heilbrigði. Elva hefur starfað sem hot yoga kennari hjá Reebok Fitness frá árinu 2012.

Erla Súsanna Þórisdóttir

Ég útskrifaðist sem yogakennari í mars 2017 undir handleiðslu Ástu Arnardóttur í Yogavin. Ég er starfandi grunnskólakennari og hef sl. tvö ár kennt valfagið Núvitund fyrir nemendur í 9. og 10. bekk í Háteigsskóla. Ég lauk 8 vikna MBSR námskeiði í núvitund árið 2014 og hef síðan þá viðað að mér ýmsum fróðleik og setið námskeið sem miða m.a. að því að efla vellíðan í skólastarfi. Ég er í félagasamtökunum VERAN sem hafa það markmið að kynna fyrir starfsfólki skóla áhrif núvitundar og sjálfsvinsemdar til að auka vellíðan í skólum, í þeim tilgangi að byggja upp jákvæðan skólabrag, auka á ánægju í starfi og lið í innleiðingu hugræktar heilsueflandi skóla.

Erna Ingudóttir

Ég lauk kennaranámi í Aerial yoga stig 1&2 hjá Devi Kaur og Amöndu Franklín 2015. Og lauk kennaranámi í Hatha yoga hjá Michelle Kaminski,Transformational Yoga School Grikklandi 2016.

ernaingud@gmail.com

Erna G. Jóhannesdóttir

Erna útskrifaðist 1997 frá Kripalu og kennir í nágrenni Hellu.

Esther Thor Halldórsdóttir

Eva Rún Þorgeirsdóttir

Eva fékk jógakennararéttindi árið 2009 eftir 200 stunda nám hjá Guðjóni Bergmann (skv. stöðlum Yoga Alliance). Hún hefur einnig lært  kennslutækni hjá Julie Martin, meðgöngujóga hjá Jane Mackarness og hvernig kenna á börnum jóga hjá Gurudass Kaur Khalsa. Eva hefur kennt fjölmörg námskeið og opna tíma fyrir fullorðna og börn á ýmsum stöðum síðastliðin ár, en sérhæfir sig í að kenna börnum jóga og hugleiðslu. 

eva@mammashanti.is

Eygló Egilsdóttir

2012 ÍAK einkaþjálfari. 2009 Jógakennari frá Guðjóni Bergmann. 2006 Viðskiptafræðingur BSc. 

Ýmis námskeið frá 2009 í jóga m.a.: Stöðuleiðréttingar (Yoga Shala, Reykjavík), Thai yoga massage /jóganudd (Chang Mai, Thailandi).

 

Sjálfstætt starfandi jógakennari frá 2009. Kennir opna tíma, grunntíma, hóptíma í jóga og jakkafatajóga í fyrirtækjum.

Er auk þess Metabolic þjálfari í Árbæ frá og með ágúst 2013.

eygloegils@gmail.com

Fjóla Pétursdóttir

Fjóla lauk Kripalujóga kennaranámi frá Kripalu Center for Yoga and Health Bandaríkjunum árið 1998 en áður hafði hún búið á Kripalu í 4 mánuði og tekið námskeiðið Spiritual Lifestyle Training árið 1992-3. Fjóla kennir jóga bæði í Reykjavík (Borgartúni) og Mosfellsbæ (Kærleikssetrinu Mosfellsbæ).

fjolap@gmail.com

Freyja Kjartansdóttir

Friðþóra Arna Sigfúsdóttir

Ég útskrifaðist árið 2012 úr jógakennaranámi Kristbjargar skóla Ljóss og Friðar. Ég hef kennt jóga síðan þá á ýmsum
stöðum sem forfallakennari en í fastri kennslu 3 sinnm í viku í Árbæjarþreki í Árbænum.

Gróa Másdóttir

Ég hef stundað jóga síðan 2002 og fékk jógakennararéttindi haustið 2005, hjá Guðjóni Bergmann. Fyrir utan að vera jógakennari þá starfa ég sem gönguleiðsögumaður og markþjálfi. Hvað áhugamál varða þá hafa almenn hreyfing, útivera og samvera með fjölskyldu og vinum skipað stóran sess á mínu áhugasviði. Ég er jógakennari í Laugum og er einnig í jakkafatajógateyminu, hér á höfuðborgarsvæðinu.

groa.m@simnet.is

Guðfinna S. Svavarsdóttir JKFÍ R-500

Ölduvinnukennari og þjálfari.

The WAVE WORK TM Teacher and practitioner. Has Completed over One Thousand Hours of Certification Training from The Wave Work Institute for Integration. Sandra Scherer (Dayashakti) Training Director.

olduvinna@gmail.com

Guðmundur Pálmarsson

Guðmundur hefur verið í Yogakennslu frá árinu 2002. Árið 2002 bjó hann á Shivanandana yoga miðstöð í um 7 mánuði við stranga iðkun, þar kynntist hann Talyu konu sinni í dag, og dvöldu þau á mismunandi yoga miðstöðum frá árinu 2002-2003. 2006-2008 Prana Vinyasa kennaraþjálfun með Shiva Rea. 2008-2010 Viniyoga/vinyasa kennaraþjálfun hjá Krishnamacharya Healing Yoga Foundation, þar sem Guðmundur nam mjög ítarlega hvernig eigi að aðlaga Yoga að þörfum nemandans.

gummikriyayoga@yahoo.com

Guðrún Arngrímsdóttir

Diplóma í Heilbrigði og heilsuuppeldi frá H.Í. ÍAK einkaþjálfari frá 2010. 200 RYT Hot Yoga kennararéttindi í Barkan Method frá 2016

 

Hefur starfað við einkaþjálfun og hóptímakennslu síðan 2010 og kennt jóga frá 2016 á líkamsræktarstöðinni Bjargi á Akureyri.

Annar eigandi Float- Akureyri sem heldur slökunarnámskeið í vatni. Ýmis námskeið og réttindi; ketilbjölluréttindi, foam flex triggerpoint réttindi, réttindi til að kenna konum á meðgöngu og eftir barnsburð, Jahara vatnsmeðferð 1.stig

gudrunarngrims@gmail.com

Guðrún Andrea Einarsdóttir

Lauk jógakennaranámi vorið 2016 undir handleiðslu Ástu Maríu Þórarinsdóttur hjá Amarayoga.

gudrun.a.einarsdottir@gmail.com

Guðrún Ásta Gunnarsdóttir

gudrunasta@hnlfi.is

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir

Lærði hjá Ásmundi Gunnlaugssyni

Guðrún Reynis JKFÍ-500

Guðrún Reynis útskrifaðist sem 230 tíma jógakennari frá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2013 og sem 500 tíma jógakennari frá Yoga Skyros Academy í Grikklandi árið 2019. Hún er einnig viðurkenndur Yoga Trapeze kennari frá Yoga Teachers College í Barcelona og er með kennararéttindi í yin yoga, pilates, foam flex og trigger point pilates. Guðrún var formaður Jógakennarafélags Íslands 2014-2018 og er höfundur bókarinnar Jógahandbókin sem kom út árið 2014. 

greynis@gmail.com

Gunnhildur Gestsdóttir

Útskrifaðist úr Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar í nóvember 2013, eftir 230 tíma nám.
Kenni jóga á Ísafirði.

Gyða Pétursdóttir

Gyða Þórdís Þórarinsdóttir

Ég útskrifaðist sem jógakennari frá Jóga- og blómadropaskóli Kristbjargar – skóli ljóss og friðar í júní 2012. Líf mitt tók algerum stakkaskiptum þegar ég kynntist jóga fyrir alvöru og er enn stöðugt að læra og mun halda því áfram meðal annars með því að kenna og leiðbeina, þannig læri ég mest. Stefnan er tekin á framhaldsjógakennaranám hjá Kristbjörgu á næsta ári. Ég er að
kenna Pranajógatíma og Hot yoga tíma hjá World Class í Egilshöll. Elskum lífið, heiðrum líkama okkar og hugum að því hvernig við hreyfum okkur og hvað við setjum ofaní okkur!

yogadis@gydadis.is

Hafdís Kristjánsdóttir

Hafdís Sigmarsdóttir

Halla Stefánsdóttir

hallas@est.is

Halldóra Káradóttir

Lærði til jógakennara hjá Ásmundi Gunnlaugssyni. 

garpur@simnet.is

Harpa Finnsdóttir

Útskrifaðist haustönn 2009 hjá Guðjóni Bergmann. Einlæg markmið eru að koma jóga inn í samfélagið og kenna fólki að ná markmiðum sínum líkamlega sem andlega. Hún er mikil áhugamanneskja um heilsurækt og hefur í fjölda ára stundað lyftingar. Áhugi hennar liggur í líkamlegum stöðum, öndun, slökun og að sameina alla þessa þætti við líkamsrækt og dans. Harpa er jógakennari í fullu starfi og kennir víðsvegar í Snæfellsbæ. Hún kennir einnig jóga í vali fyrir 8,9 og 10 bekk í grunnskóla Snæfellsbæjar.

gumbri@simnet.is

Harpa Lind Ingadóttir

​Ég lauk 240 tíma Yogakennaranámi hjá Ástu Arnadóttur í Yogavin árið 2017. Ég starfa sem sirkuslistakona hjá Sirkus Íslands og loftfimaleikakeennari hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar og hef stundað Yoga í mínum frítíma síðan 2010.

Harpa Mjöll Kjartansdóttir

Harpa lauk 200 klst jógakennaranámi frá Rishikesh Yoga Training Center á Indlandi árið 2018.​

harpa@midgard.is

Harpa Wiium

Útskrifaðist frá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar vorið 2014. Kenni nú jóga á Vopnafirði.

Helga Einarsdóttir

Ég nam jógakennarafræði hjá Guðjóni Bergmann og útskrifaðist sem jógakennari vorið 2010. Ég lærði krakkajóga hjá Gurudass Kaur árið 2011. Ég hef kennt opna jógatíma víða, til dæmis í World Class og Sóley Natura Spa og kenndi í sjálfboðavinnu við Rauða kross Íslands veturinn 2011. Ég hef haft umsjón með og rekið lokuð jóganámskeið reglulega síðan ég útskrifaðist og leigt sali undir tímana. Ég kenni Hatha jóga með mismunandi útfærslum og þyngdarstigi og hef einnig haft námskeið í Kraftjóga. Einnig hef ég kennt hugleiðslu og hef haldið námskeið þar sem blandað er saman jóga, hugleiðslu djúpslökun og þjálfun í núvitund (mindfulness).

e.helga@gmail.com

Helga Kristín Gunnarsdóttir

Útskrifaðist sem jógakennari 2009 eftir 200 stunda jóganám hjá Guðjóni Bergmann, byggt á stöðlum Yoga Alliance.

Helga Mogensen

Helga útskrifaðist sem jógakennari frá Kripalu Center í mars 1990, hún hefur síðan kennt víða heima og erlendis.

helgamog@gmail.com

Helga Kristín Sæbjörnsdóttir

Útskrifaðist úr 240 stunda jógakennaranámi frá Yogavin vorið 2015 undir handleiðslu Ástu Arnardóttur. Helga kennir jóga á Laugarvatni og nágrenni.

Hildigunnur Haraldsdóttir

hildohar@gmail.com

Hrafnhildur Faulk

Hulda Laxdal Hauksdóttir

Hulda lauk jógakennaraprófi frá KRIPALU CENTER for Yoga and Health árið 1997. Hún hefur tekið námskeið í núvitund og öðrum þáttum sjálfsræktar og hefur sótt endurmenntun í jóga til Kripalu og á Íslandi. Hulda kennir nú jóga, núvitund og krakkajóga í HORNHÚSINU sem er jóga og sjálfsræktarmiðstöð á Höfn í Hornafirði.

 

Hulda er einnig menntaður íþróttakennari frá ÍKÍ, íþróttafræðingur frá HÍ og er með meistarapróf í stjórnunarfræði menntastofnana frá HÍ.

Inga Þóra Ingadóttir JKFÍ R-500

Inga hefur lokið 500 tíma jógakennaranámi frá AYM Association for Yoga and Meditation, Rishikesh á Indlandi, 300 tímar árið 2018, og frá Kripalu Center for Yoga and Health, Massachussettes í BNA, 200 tímar árið 1998. Hefur stundað jóga frá 1996 og kennt m.a. í Kramhúsinu, í Ræktinni á Seltjarnarnesi, í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ og hjá World Class. Hefur einnig verið með námskeið og fræðslu um jóga, slökun og hugleiðslu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir á eigin vegum. 

Ingibjörg Karlsdóttir

Stundaði Jógakennaranám 2012 - 2013 á vegum Ástu Maríu Þórarinsdóttur ( Amarayoga ) Námið uppfyllir kröfur Jógakennarafélags Íslands.

karlsdottir777@gmail.com

Ingibjörg Stefánsdóttir

Ashtanga Yoga Research Institute 6 mánuðir 2001-07 Purple Valley teacher training 2 mánuðir 2005 Earths Power Yoga – Los Angeles 6 mánuðir Námkskeið – Ron Reid og Marla, Indland Námskeið- Emil E. Wendel, Pranayama og hugleiðsla- Indland og Ísland Ayurvedic jóga nudd – þjálfun á Indlandi.

Ingileif Ástvaldsdóttir

Lauk 270 tíma kennaranámi í mars 2019 hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin. Sumarið 2019 bauð Ingileif upp á opna yogatíma í heima í stofu eða úti í garði eftir því sem veður leyfði undir merkjum Litlu yogastofunnar.

litlayogastofan@bjarkir.net

Ingunn Guðbrandsdóttir

Útskrifaðist sem jógakennari frá Jóga- og Blómadropaskóla Kristbjargar vorið 2014. Legg áherslu á Raja jóga sem felur í sér alla átta limi jógafræðanna. Jóga hentar öllum, óháð líkamsformi eða getu. Tek að mér byrjendur jafnt sem lengra komna. Hef verið með námskeið í mjúku jóga og jóga gegn streitu, auk almennra tíma. Þá tek ég að mér leiðsögn í jóga fyrir stóra sem litla hópa, innan fyrirtækja sem utan þeirra. Tek jafnframt að mér einkatíma í jóga.

Ingvar Á. Þórisson

Íris Sigurðardóttir

Íris útskrifaðist sem jógakennari úr Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2013 eftir að hafa stundað jóga í 5 ár. Þar lærði hún Raja jóga og Lakulish jóga sem felur í sær kærleiksboðskap og góða kennslu í öllu sem viðkemur jógafræðunum. Íris er útskrifaður mannfræðingur með áhuga á öllu sem viðkemur mannfólkinu. Íris hefur meðal annars kennt kraftmikla Hot yoga tíma, jóga fyrir hlaupara, hatha jóga og verið með hugleiðslustund í fyrirtækjum.

1 / 1

Please reload

bottom of page