Viðburðir

June 28, 2020

Aðalfundur Jógakennarafélags Íslands

Aðalfundur Jógakennarafélags Íslands 2020 verður haldinn sunnudaginn 28. júní nk. kl. 13:00-14:00 í Yoga Shala Reykjavík, Skeifunni 7.

 

Dagskrá fundar

 

1.    Skýrsla stjórnar

2.    Lagðir fram reikningar félagsins

3.    Umræður um skýrslu og reikninga félagsins

4.    Kosning stjórnar

5.    Önnur mál.

 

Óskað er eftir framboðum í stjórn félagsins fyrir næsta starfsár.

 

Með von um góða mætingu,

Stjórn JKFÍ

January 12, 2020

Fyrsta heimsókn ársins fyrir félagsmenn JKFÍ

Nú er komið að fyrstu heimsókn ársins sem verður í boði fyrir meðlimi Jógakennarafélags Íslands.

 

Að þessu sinni eru það Anna Margrét og Ágústa Hildur sem bjóða í heimsókn í Om setrið í Reykjanesbæ. Þær munu kynna okkur fyrir starfsemi stöðvarinnar og m.a.  Aerial Yoga í slæðum. Félagið bíður upp á léttar veitingar í kjölfarið. Heimsóknin mun eiga sér stað sunnudaginn 12. jan kl. 13:00 og verður í u.þ.b. 90 mín í heildina.

 

Takmarkað pláss er í boði og er því mikilvægt að skrá sig með því senda póst á formadur@jogakennari.is

 

Hér að neðan kemur stutt kynning á Om setrinu, Önnu Margréti og Ágústu Hildi.

---------------------

Om setrið var stofnað árið 2013 og flutti í eigið húsnæði 2018. Full starfsemi er í gangi en í Om setrinu er: Jógasalur með slæðum, innfrarauðum perum og dásamlegu útsýni, fótaaðgerðarstofa, nuddarar, heilarar og snyrtistofa. Hér er hægt að skoða heimasíðu Om setursins: http://omsetrid.is/

 

Anna Margrét er 3 barna móðir sem hefur búið í 5 ár í Keflavík. Anna Margrét er útskrifuð frá Drífu Atladóttur og Ágústu Kolbrúnu í Jógastúdíó haustið 2014. Einnig er hún með Unnata Aerial jógakennararéttindi, Jóga nidra og Krakkajóga. Anna Margrét hefur kennt í Om setrinu með hléum frá árinu 2014. Þar hefur hún kennt Hatha jóga, Aerial jóga, Para jóga, Fjölskyldu jóga og Jóga nidra.

 

Ágústa Hildur Gizurardóttir er 4 barna móðir úr Keflavík. Ágústa lauk kennaranámi hjá Kristbjörgu Kristmundsdóttur haustið 2009. Einnig er hún með Unnata Aerial jógakennararéttindi, Jóga nidra, Yin jóga, Krakkajóga, kennararéttindi í Shake Your Soul og Jógaþerapíu. Ágústa er stofnandi og einn eigenda Om setursins. Þar hefur Ágústa kennt Hatha jóga, Aerial jóga, Jóga nidra, Yin jóga, Jógaþerapíu, hópefli og krakkajóga.

----------------------

 

Vonum að sjá sem flesta.

 

Nýárskveðja,

Stjórn JKFÍ

April 29, 2018

Aðalfundur Jógakennarafélagsins

Aðalfundur Jógakennarafélags Íslands 2018 verður haldinn sunnudaginn 29. apríl í Yoga Shala, Skeifunni 7, 3. hæð.

Dagskrá fundar:

1. Haraldur læknir og forstjóri Heilsustofnunar NLFÍ Hveragerði flytur erindi um tantra hefð móðurinnar, leið kærleika og fegurðar. Haraldur hefur haft áhuga á jóga frá unglingsárum og lærði jóga á sínum tíma hjá Sigvalda Hjálmarssyni, sem um 1974 flutti til landsins eina helstu tantrahefð Indverja sem kallast Shri Vidya. Það er aðferð sem notar möntrur og ímyndunarafl til að vinna með það í líkamanum sem getur opnað fyrir og tekið við alheimsvitundinni.

2. Skýrsla stjórnar.

3. Lagðir fram reikningar félagsins.

4. Umræður um skýrslu og reikninga félagsins.

5. Kosning stjórnar.

6. Önnur mál.

Óskað er eftir framboðum í stjórn félagsins fyrir næsta starfsár. Starf í stjórn félagsins er mjög skemmtilegt og gefandi og fá stjórnarmeðlimir m.a. frítt á námskeið á vegum félagsins. Með von um góða mætingu,

 

kær kveðja frá stjórn JKFÍ

Guðrún Reynis, formaður

Guðfinna Steinunn Svavarsdóttir, gjaldkeri

Þórdís Edda Guðjónsdóttir, ritari

Helga Mogensen, meðstjórnandi/varamaður

Ásta María Þórarinsdóttir, meðstjórnandi/varamaður

February 04, 2018

Dagsnámskeið í anatómíu

Jógakennarafélag Íslands býður upp á dagsnámskeið í anatómíu með Rakel Sigurgeirsdóttur jógakennara og sjúkraþjálfara sunnudaginn 4. febrúar 2018. Námskeiðið fer fram í sal Yogatma Skipholti 35 og er kl. 9-16 (klukkutíma hádegishlé). 

Námskeiðið er niðurgreitt fyrir félagsmenn sem greiða eingöngu kr. 1.000 fyrir námskeiðið. Verð fyrir aðra áhugasama er kr. 7.900. Námskeiðið gildir upp í 500 tíma námið.

Skráning á formadur@jogakennari.is. Greiða þarf námskeiðsgjald a.m.k. tveimur sólarhringum fyrir námskeið til að halda plássinu – en það er takmarkað sætaframboð. Leggið inn á reikning félagsins 0515-26-11004; kt. 511004-2090.

March 26, 2017

Aðalfundur Jógakennarafélagsins

Aðalfundur Jógakennarafélagsins fer fram sunnudaginn 26. mars 2017 kl. 14 í Amarayoga, Standgötu 11, Hafnarfirði.

Dagskrá:

1. Björgvin Franz Gíslason leikari fræðir okkur um jógaástundun sína, bæði á Íslandi og í Ameríku og hvernig jóga hefur haft áhrif á líf hans.

2. Skýrsla stjórnar

3. Lagðir fram reikningar félagsins

4. Umræða um skýrslu og reikninga

5. Kosning stjórnar. Formaður og ritari munu láta af störfum og því vantar fólk í stjórn. Við hvetjum áhugasama að setja sig í samband við okkur eða mæta á fundinn og bjóða sig fram. Starfið er mjög gefandi og er vinnuálag ekki mikið.

6. Önnur mál.

February 25, 2017

Helgarnámskeið í Anatómíu

Helgina 25.-26.febrúar 2017 verður boðið upp á námskeið í anatómíu með Rakel Sigurgeirsdóttur sjúkraþjálfara. Farið verður í almenna anatómíu + spurningar og svör. Námskeiðið er 8 klst. (kl. 13-17 á laugardeginum og kl. 9-13 á sunnudeginum) og gildir upp í 500 klst. námið. Verð er kr. 8.000 fyrir félagsmenn. 

 

Nauðsynlegt er að skrá sig á netfangið formadur@jogakennari.is og greiða námskeiðsgjald í síðasta lagi fimmtudeginum áður. Leggið inn á reikning félagsins: 515-2611004. Kt. 511004-2090. Látið heimabankann senda staðfestingu á greiðslu á netfangið formadur@jogakennari.is. Námskeiðið fer fram í Amarayoga, Strandgötu 11 Hafnarfirði.

October 29, 2016

Sútrur Patanjalis

Helgina 29.-30. október 2016 verður boðið upp á námskeið í sútrum Patanjalis með Ástu Maríu Þórarinsdóttur.  Námskeiðið er 9 klst. (kl. 13-16 á laugardeginum og kl. 9-12 og 13-16 á sunnudeginum) og gildir námskeiðið upp í 500 klst. námið. Verð er kr. 9.000 fyrir félagsmenn. Nauðsynlegt er að skrá sig á netfangið formadur@jogakennari.is og greiða námskeiðsgjaldið í síðasta lagi föstudeginum áður. Leggið inn á reikning félagsins: 515-2611004. Kt. 511004-2090. Látið heimabankann senda staðfestingu á greiðslu á netfangið formadur@jogakennari.is. Námskeiðið fer fram í Amarayoga, Standgötu 11 Hafnarfirði.

September 18, 2016

Samverustund

Jógakennarafélagið stendur fyrir samverustund sem fer fram í Jógastúdíó Ánanaustum sunnudaginn 18. september kl. 13-15. Þórey Viðarsdóttir býður upp á tónheilun og að því loknu ætlum við hafa það kósý og spjalla saman. Boðið verður upp á te og ávexti. Þetta er félagsmönnum að kostnaðarlausu en okkur þætti vænt um ef þið sendið okkur póst á formadur@jogakennari.is ef þið ætlið að mæta svo við vitum hvað við eigum að kaupa mikið af te og ávöxum.

April 03, 2016

Aðalfundur

Þann 3. apríl fór fram Aðalfundur félagsins. Fyrir utan hefðbundin mál var kosið í stjórn til næstu tveggja ára (upplýsingar um stjórn má nálgast undir flipanum “um félagið” hér að ofan). Á aðalfundinum var kynnt sú breyting að frá og með 1. september 2016 munu eingöngu fá inngöngu í félagið þeir jógakennarar sem útskrifast hafa frá skólum sem viðurkenndir eru af Jógakennarafélagi Íslands eða Yoga Alliance. Í vetur var þeim jógakennurum sem eru að útskrifa kennara send eyðublöð til útfyllingar og þegar þeim hefur verið skilað inn og gögn yfirfarin og staðfest af stjórn félagsins, verða þeir skólar skráðir á heimasíðu félagsins sem viðurkenndir skólar. Þannig geta þeir sem hyggja á jógakennaranám séð hvaða skólar á Íslandi eru viðurkenndir af félaginu.

January 30, 2016

Raddbeiting fyrir jógakennara

Jógakennarafélagið býður félagsmönnum sínum upp á námskeið í raddbeitingu þar sem farið verður í grunnþætti raddverndar og raddbeitingar. Kennari er Vigdís Gunnarsdóttir leikkona, en hún kennir m.a. raddbeitingu á leiklistarbraut FG. Námskeiðið fer fram laugardaginn 30.janúar 2016.

September 27, 2015

Samverustund

Margar fyrirspurnir hafa borist frá félagsmönnum varðandi fyrirkomulag 500 klst. námsins og af því tilefni verður haldin kósý samverustund þar sem farið verður vel yfir fyrirkomulag námsins og spurningum svarað. Samverustundin fer fram í sal Amarayoga að Strandgötu 11, Hafnarfirði sunnudaginn 27. september nk. kl. 11 og er áætlaður tími ca. 2 klst.

 

Jógakennarafélagið útvegar félagsmönnum sínum möppur með milliblöðum til að halda utan um námið sitt og verða þær afhentar á staðnum fyrir þá sem vilja.

June 09, 2015

Anusara vinnustofa með Hrönn Kold Sigurðardóttur

Jógakennarafélagið kynnir Anusara vinnustofu með Hrönn Kold Sigurðardóttur þriðjudaginn 9. júní nk. Vinnustofan er félagsmönnum að kostnaðarlausu. Skráning á formadur@jogakennari.is

May 16, 2015

Orkustöðvarnar 7 og líkamarnir 5: kynningarfundur

Námskeiðið verður haldið nú á haustdögum og gildir upp í 500 tíma námið. Kennarar eru þau Magdalena og Serafim hjá Natha yogacenter. Laugardaginn 16. maí n.k., kl. 16 verður haldinn kynningarfundur í sal Natha yogacenter þar sem fyrirkomulag námskeiðisins og tímasetningar verða ræddar.

April 11, 2015

Aðalfundur

Aðalfundur félagsins fór fram í sal Natha Center laugardaginn 11. apríl 2015.

January 18, 2015

Anatómía með Steinunni Ólafardóttur

Jógakennarafélagið býður félagsmönnum sínum upp á vinnustofu í anatómíu með Steinunni Ólafardóttur, jógakennara og sjúkraþjálfaranema á lokaári. Vinnustofan fer fram sunnudaginn 18. janúar 2015 í sal Amarayoga að Strandgötu 11 í Hafnarfirði kl. 13 – 17.30.

October 12, 2014

Vinnustofa með Lauren Rudick

Jógakennarafélagið býður félagsmönnum sínum upp á vinnustofu með Lauren Rudick og fer hún fram í Jógastúdíó Ánanaustum. Lauren fræðir félagsmenn um viðskiptahlið jógakennslunnar.

September 13, 2014

Saga jóga með Ástu Maríu

Jógakennarafélagið býður félagsmönnum sínum upp á námskeiðið Saga jóga með Ástu Maríu Þórarinsdóttur. Skráning á formadur@jogakennari.is.

May 23, 2014

Yoga as Medicin með Debbie Williamson

Helgarnámskeiði með Debbie Williamson sem tekur til allrar anatómíunnar sem þú þarft fyrir 500 tímana. Skráning á heimasíðu hennar www.wildabundantlife.com/tours.

May 17, 2014

Anatómíugrunnur

Steinunn S. Ólafardóttir ætlar að rifja upp og fara yfir orðaforðann í anatómíunni, tengja við hreyfingafræði og fara yfir taugakerfið. Námskeiðið er sérstaklega hugsað sem undirbúningur fyrir Yoga as Medicine með Deborah Williamson sem haldið verður í maí 2014. Skráning á netfanginu formadur@jogakennari.is. Námskeiðið er frítt fyrir þá félagsmenn sem eru skráðir á Yoga as Medicine, fyrir aðra kostar það 3000 krónur.

April 27, 2014

Aðalfundur

Það eru fjórar lausar stöður í stjórninni og hvetjum við alla félagsmenn til þess að mæta. Hann verður haldinn í Jógasetrinu, Borgartúni 20 kl 14:00.

January 25, 2014

Lærðu að kenna börnum jóga

Eva Rún Þorgeirsdóttir ætlar að miðla af reynslu sinni og kenna okkur að kenna börnum jóga. Skráning fer fram með því að senda póst á netfangið formadur@jogakennari.is og greiða þátttökugjald inn á reikning félagsins:  515-26-11004, kt. 511004-2090 ásamt því að senda kvittun í tölvupósti á formadur@jogakennari.is. Athugið ef skráning og greiðsla berst fyrir áramót kostar litlar 5000 krónur á þetta 4,5 klst námskeið, annars kostar 8000 krónur.

November 23, 2013

Hráfæði og handstöður

Námskeið með Gyðu Dís. Áhugasamir skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið formadur@jogakennari.is.

April 28, 2013

Aðalfundur

Kosinn var nýr formaður, Þorgerður Sveinsdóttir, Ásta María Þórarinsdóttir tók við stöðu meðstjórnanda og Sólveig Jónasdóttir steig úr stjórn. Á sama tíma og við þökkum Ástu Maríu og Sólveigu fyrir vel unnin störf bjóðum við Þorgerði velkomna í hópinn.

March 17, 2013

Námskeið í skattskilum og bókhaldi

Sigrún Helga Pétursdóttir endurskoðandi fræðir jógakennara um hvernig eigi að standa skil gagnvart skattinum, rekstur og bókhald einyrkja.

Please reload