Skrá mig í félagið

Til þess að geta skráð þig í félagið þarft þú að uppfylla 200 tíma lágmarkskröfur sem Jógakennarafélag Íslands setur fyrir jógakennara og að hafa útskrifast úr skóla sem er viðurkenndur af JKFÍ eða Yoga Alliance. Upplýsingar um lágmarkskröfur og viðurkennda skóla finnur þú undir flipanum Jógakennaranám.  

Athugið að senda þarf inn afrit af útskriftarskírteini til að hægt sé að ljúka skráningu. Skírteini ásamt mynd skal senda á netfangið formadur@jogakennari.is

 

Einnig er mikilvægt að ganga frá greiðslu félagsgjalds áður en skráning tekur gildi. Félagsgjaldið er kr. 4.900. Leggið inn á reikning félagsins: 515-26-11004. Kt. 511004-2090. Látið heimabankann senda staðfestingu á greiðslu á netfangið formadur@jogakennari.is

Sá texti sem skráður er í kassann Texti um kennara verður skráður í spjaldið þitt á síðunni.