top of page

Fyrsta heimsókn ársins fyrir félagsmenn JKFÍ

Updated: Jan 21, 2023

Nú er komið að fyrstu heimsókn ársins sem verður í boði fyrir meðlimi Jógakennarafélags Íslands. Að þessu sinni eru það Anna Margrét og Ágústa Hildur sem bjóða í heimsókn í Om setrið í Reykjanesbæ. Þær munu kynna okkur fyrir starfsemi stöðvarinnar og m.a. Aerial Yoga í slæðum. Félagið bíður upp á léttar veitingar í kjölfarið. Heimsóknin mun eiga sér stað sunnudaginn 12. jan kl. 13:00 og verður í u.þ.b. 90 mín í heildina. Takmarkað pláss er í boði og er því mikilvægt að skrá sig með því senda póst á formadur@jogakennari.is Hér að neðan kemur stutt kynning á Om setrinu, Önnu Margréti og Ágústu Hildi. --------------------- Om setrið var stofnað árið 2013 og flutti í eigið húsnæði 2018. Full starfsemi er í gangi en í Om setrinu er: Jógasalur með slæðum, innfrarauðum perum og dásamlegu útsýni, fótaaðgerðarstofa, nuddarar, heilarar og snyrtistofa. Hér er hægt að skoða heimasíðu Om setursins: http://omsetrid.is/ Anna Margrét er 3 barna móðir sem hefur búið í 5 ár í Keflavík. Anna Margrét er útskrifuð frá Drífu Atladóttur og Ágústu Kolbrúnu í Jógastúdíó haustið 2014. Einnig er hún með Unnata Aerial jógakennararéttindi, Jóga nidra og Krakkajóga. Anna Margrét hefur kennt í Om setrinu með hléum frá árinu 2014. Þar hefur hún kennt Hatha jóga, Aerial jóga, Para jóga, Fjölskyldu jóga og Jóga nidra. Ágústa Hildur Gizurardóttir er 4 barna móðir úr Keflavík. Ágústa lauk kennaranámi hjá Kristbjörgu Kristmundsdóttur haustið 2009. Einnig er hún með Unnata Aerial jógakennararéttindi, Jóga nidra, Yin jóga, Krakkajóga, kennararéttindi í Shake Your Soul og Jógaþerapíu. Ágústa er stofnandi og einn eigenda Om setursins. Þar hefur Ágústa kennt Hatha jóga, Aerial jóga, Jóga nidra, Yin jóga, Jógaþerapíu, hópefli og krakkajóga. ---------------------- Vonum að sjá sem flesta. Nýárskveðja, Stjórn JKFÍ



4 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários


bottom of page