Aðalfundur Jógakennarafélags Íslands 2018 verður haldinn sunnudaginn 29. apríl í Yoga Shala, Skeifunni 7, 3. hæð. Dagskrá fundar: 1. Haraldur læknir og forstjóri Heilsustofnunar NLFÍ Hveragerði flytur erindi um tantra hefð móðurinnar, leið kærleika og fegurðar. Haraldur hefur haft áhuga á jóga frá unglingsárum og lærði jóga á sínum tíma hjá Sigvalda Hjálmarssyni, sem um 1974 flutti til landsins eina helstu tantrahefð Indverja sem kallast Shri Vidya. Það er aðferð sem notar möntrur og ímyndunarafl til að vinna með það í líkamanum sem getur opnað fyrir og tekið við alheimsvitundinni. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Lagðir fram reikningar félagsins. 4. Umræður um skýrslu og reikninga félagsins. 5. Kosning stjórnar. 6. Önnur mál. Óskað er eftir framboðum í stjórn félagsins fyrir næsta starfsár. Starf í stjórn félagsins er mjög skemmtilegt og gefandi og fá stjórnarmeðlimir m.a. frítt á námskeið á vegum félagsins. Með von um góða mætingu, kær kveðja frá stjórn JKFÍ Guðrún Reynis, formaður Guðfinna Steinunn Svavarsdóttir, gjaldkeri Þórdís Edda Guðjónsdóttir, ritari Helga Mogensen, meðstjórnandi/varamaður Ásta María Þórarinsdóttir, meðstjórnandi/varamaður
top of page
bottom of page
Comments