Námskeið og viðburðir

Jógakennarafélagið býður reglulega upp á námskeið og samverustundir fyrir félagsmenn. Hér að neðan má sjá þá viðburði sem eru framundan.

24.04.2022 Aðalfundur

Aðalfundur Jógakennarafélags Íslands 2022 verður haldinn sunnudaginn 24.
apríl nk. kl. 14. Fundurinn fer fram í gegnum Zoom.  

Dagskrá fundar

  1. Skýrsla stjórnar

  2. Lagðir fram reikningar félagsins

  3. Umræður um skýrslu og reikninga félagsins

  4. Kosning stjórnar

  5. Önnur mál

Félagið fagnar öllum tillögum í tengslum við starfsemi félagsins sem og framboðum í stjórn. Kosið er í stjórn til tveggja ára í senn og í ár eru embætti formanns, gjaldkera og meðstjórnanda laus. Starfið er mjög skemmtilegt og gefandi og félagsskapurinn góður. Hér er tækifæri á að láta rödd sína heyrast og gefa af sér til okkar góða félags.

Með von um góða mætingu,

Kær kveðja frá stjórn JKFÍ

 

26.02.2022 Jóga fyrir einstaklinga með áfallasögu - námskeiði lokið

Námskeiðið fer fram laugardaginn 26. febrúar 2022 kl. 13-16.  Námskeiðið fer fram bæði í Plié Listdansskóla Kópavogi og í streymi á Zoom. Á námskeiðinu verður farið í hvað gerist í líkamanum þegar einstaklingur verður fyrir áfalli, en áföll geta verið alls konar. Farið verður í kennslutækni og uppbyggingu tíma ásamt því að kenndar verða ákveðnar æfingar sem geta létt á einkennum. 

Leiðbeinandi er Guðrún Reynis. Verð kr. 1.500 fyrir félagsmenn